Innlent

Brotist inn í heimahús í Garðabæ í nótt

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Aðstoð lögreglu var óskað í nótt vegna húsbrots, líkamsárásar, þjófnaðar og ölvunaraksturs á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Aðstoð lögreglu var óskað í nótt vegna húsbrots, líkamsárásar, þjófnaðar og ölvunaraksturs á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/vilhelm
Aðstoð lögreglu var óskað í nótt vegna húsbrots, líkamsárásar, þjófnaðar og ölvunaraksturs á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta voru á meðal verkefna sem Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var falið að sinna.

Í dagbók lögreglu kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð lögreglu þegar brotist var inn í heimahús í Garðabæ í nótt. Málið er að sögn lögreglu í rannsókn.

Einn var handtekinn á Kjalarnesi í nótt grunaður um líkamsárás. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.

Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna þjófnaðar úr verslun í Háaleitis-og Bústaðahverfi. Gerandinn reyndist vera á staðnum þegar lögregla kom á vettvang og var tekin af honum skýrsla og honum sleppt.

Þá var ökumaður stöðvaður í Hlíðunum en hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna og þá hafði hann áður verið sviptur ökuréttindum. Að sögn lögreglu var um ítrekuð brot mannsins að ræða.

Maðurinn var látinn laus að sýnatöku lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×