Alba tryggði Barcelona sigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jordi Alba fagnaði marki sínu vel
Jordi Alba fagnaði marki sínu vel vísir/getty
Barcelona hélt áfram för sinni að öðrum Spánarmeistaratitilinum í röð með eins marks sigri á Real Sociad í kvöld.Fyrsta mark leiksins kom á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Clement Lenglet skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu Ousmane Dembele.Á 62. mínútu náðu gestirnir að jafna leikinn. Mikel Merino átti frábæra stungusendingu inn á Juanmi sem kláraði færið. Gestirnir gátu hins vegar ekki fagnað lengi því aðeins tveimur mínútum seinna komust Börsungar aftur í forystu. Það gerði Jordi Alba með frábæru skoti úr teignum.Fleiri urðu mörkin ekki, 2-1 sigur Barcelona í höfn.Börsungar eru nú með níu stiga forskot á Atletico Madrid þegar fimm leikir eru eftir.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.