Innlent

Slegið í gegn í Dýra­fjarðar­göngum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Karlakórinn Ernir tók lagið í göngunum í dag og hlóð í Stuðmannalagið "Slá í gegn“ með nýjum texta.
Karlakórinn Ernir tók lagið í göngunum í dag og hlóð í Stuðmannalagið "Slá í gegn“ með nýjum texta. vísir/kmu

Eftirvæntingin skein úr andlitum fólks í Dýrafjarðargöngum í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Hreinn Haraldsson, fyrrverandi vegamálastjóri, sprengdu síðasta haftið í göngunum.

Mikið fjölmenni var við sprenginguna en Dýrafjarðargöng verða mikil samgöngubót fyrir Vestfirðinga. Þau stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um 27 kílómetra og taka af einhvern erfiðasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði. Enn er þó um 15 mánaða vinna eftir þar til göngin verða opnuð.

Karlakórinn Ernir tók lagið í göngunum í dag og hlóð í Stuðmannalagið „Slá í gegn“ með nýjum texta.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir

Viðhafnarsprenging í Dýrafirði á morgun

Boðað hefur verið til mannfagnaðar í Dýrafirði á morgun í tilefni þess að þá verður slegið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð á Íslandi gengið jafn vel og þessi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.