Enski boltinn

McLeish hættir með Skota

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alex McLeish
Alex McLeish vísir/getty
Alex McLeish hefur hætt störfum sem landsliðsþjálfari Skota eftir slæmt gengi í fyrstu leikjum undankeppni EM 2020.

Skoska knattspyrnusambandið segir það hafa verið sameiginlega ákvörðun að McLeish myndi víkja en sæti hans hefur verið ansi heitt síðustu vikur.

McLeish tók við skoska liðinu í annað sinn fyrir rúmlega ári síðan, í febrúar á síðasta ári.

„Stjórnin telur að það sé nauðsynlegt að skipta um þjálfara til þess að lífga liðið við,“ sagði í tilkynningu frá skoska sambandinu.

Skotland tapaði illa 3-0 fyrir Kasakstan í opnunarleik undankeppninnar og fylgdi því eftir með ósannfærandi sigri á San Marínó, lægst skrifaðasta landsliði heims.

Næstu leikir Skotlands eru gegn Kýpur og Belgíu í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×