Innlent

Segir nýtt áhættumat ekki taka afstöðu til einangrunar hunda

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Engin afstaða er tekin til hversu lengi gæludýr þurfa að vera í sóttkví í nýju áhættumati sem Hundaræktunarfélag Íslands lét gera að sögn Hjalta Andrasonar fræðslustjóra Matvælastofnunar.
Engin afstaða er tekin til hversu lengi gæludýr þurfa að vera í sóttkví í nýju áhættumati sem Hundaræktunarfélag Íslands lét gera að sögn Hjalta Andrasonar fræðslustjóra Matvælastofnunar. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Engin afstaða er tekin til hversu lengi gæludýr þurfa að vera í sóttkví í nýju áhættumati sem Hundaræktunarfélag Íslands lét gera að sögn fræðslustjóra Matvælastofnunar. Stofnuninni var falið að koma með álitsgerð um hvort breyta eigi verklagsreglum um innflutning á hundum og köttum og skilar henni til atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins í lok maí.

Í fréttum okkar í gær kom fram að Hundaræktarfélag Íslands hafi látið  þrýst á að skýrsla yrði gerð af yfirdýralækni Danmerkur um gera áhættumat á innflutningi hunda til landsins. Samkvæmt því væri engin vísindaleg rök fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins.

Matvælastofnun fékk áhættumatið í hendur og var falið að koma með álit hvort að mögulegt sé að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt.

Hjalti Andrason fræðslustjóri stofnunarinnar segir að í nýja áhættumatinu sé engin afstaða tekin til hversu lengi hundar eigi að era í einangrun við innflutning til landsins.

„Það koma ekki fram heildartillögur um fyrirkomulag sóttkvíar um breytingar á reglum um smitvarnir. Þetta er fyrst og fremst greining á hættunni sem 54 sjúkdómar sem skýrsluhöfundur tekur fyrir geta haft vegna innflutnings á gæludýrum. Við þurfum að skoða þetta mál heilstætt og líta til þess að skoða hvort mögulegt sé að breyta þessum reglum,“ segir Hjalti.

Álit Matvælastofnunar liggur fyrir í lok maí að sögn Hjalta Andrasonar.


Tengdar fréttir

Reglur um innflutning hunda alltof strangar samkvæmt nýju áhættumati

Landbúnaðarráðherra segir að reglum um innflutning á hundum verði ekki breytt nema að sérfræðingar Matvælastofnunar samþykki það. Formaður Hundaræktunarfélags Íslands hvetur til þess að það verði gert enda sýni nýtt áhættumat að engin vísindaleg rök búi að baki núverandi einangrun hunda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.