Kynna tillögu að friðlýsingu Látrabjargs Atli Ísleifsson skrifar 18. apríl 2019 19:23 Lundar eru tíðir gestir á Látrabjargi en markmið friðlýsingarinnar er sagt vera að vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla. Fréttablaðið/Stefán Umhverfisstofnun kynnti í dag tillögu sína að friðlýsingu Látrabjargs og hefur verið óskað eftir athugasemdum um hana. Unnið hefur verið að undirbúningi friðlýsingarinnar frá árinu 2011 með samtali við landeigendur, sveitarfélag og fleiri hagsmunaaðila, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Í tillögu að mörkum svæðisins má sjá að það er 2.340 hektarar að flatarmáli. „Mörk friðlandsins eru frá Þambaraflögum, eftir Brunnanúp, að Hálsvörðu gegnum Lambalá, þar sem vötum hallar fram á bjargbrún, í sjó fram og alla leið að landamerkjum við Eyjaskorarnúp frá Melalykkju yfir miðjan Þorsteinshvamm og fylgi línan landamerkjum inn til landsins. Friðlandið nær jafnframt til hafsbotns, lífríkis og vatnsbols 1 km frá landi,“ segir í tillögunni.Mörk friðlandsins samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar.UmhverfisstofnunMeginmarkmið friðlýsingarinnar er sagt vera að „vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla, einkum varpsvæði sjófugla. Friðlýsingunni er jafnframt ætlað að vernda og viðhalda náttúrulegu ástandi ásamt mikilfenglegu landslagi frá sjávarmáli upp á hæstu brúnir og ein mestu fuglabjörg við Norður-Atlantshaf.“ Þá er friðlandið sagt hafa mikið vísinda- og fræðslugildi og sé vel þekkt á meðal vísindamanna og fuglaáhugafólks. „Markmið með friðlýsingunni er einnig að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins, með áherslu á búsvæði og afkomu varpfugla sem og að stuðla að fræðslu um fuglalífið í Látrabjargi. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda menningarminjar svæðisins. Svæðið hefur mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem heimsækja Vestfirði og mikilvægt er að stýra þeirri umferð með verndarráðstöfunum,“ segir í tillögunni. Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Umhverfisstofnun kynnti í dag tillögu sína að friðlýsingu Látrabjargs og hefur verið óskað eftir athugasemdum um hana. Unnið hefur verið að undirbúningi friðlýsingarinnar frá árinu 2011 með samtali við landeigendur, sveitarfélag og fleiri hagsmunaaðila, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar. Í tillögu að mörkum svæðisins má sjá að það er 2.340 hektarar að flatarmáli. „Mörk friðlandsins eru frá Þambaraflögum, eftir Brunnanúp, að Hálsvörðu gegnum Lambalá, þar sem vötum hallar fram á bjargbrún, í sjó fram og alla leið að landamerkjum við Eyjaskorarnúp frá Melalykkju yfir miðjan Þorsteinshvamm og fylgi línan landamerkjum inn til landsins. Friðlandið nær jafnframt til hafsbotns, lífríkis og vatnsbols 1 km frá landi,“ segir í tillögunni.Mörk friðlandsins samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar.UmhverfisstofnunMeginmarkmið friðlýsingarinnar er sagt vera að „vernda sérstætt og fjölbreytt lífríki svæðisins og búsvæði fugla, einkum varpsvæði sjófugla. Friðlýsingunni er jafnframt ætlað að vernda og viðhalda náttúrulegu ástandi ásamt mikilfenglegu landslagi frá sjávarmáli upp á hæstu brúnir og ein mestu fuglabjörg við Norður-Atlantshaf.“ Þá er friðlandið sagt hafa mikið vísinda- og fræðslugildi og sé vel þekkt á meðal vísindamanna og fuglaáhugafólks. „Markmið með friðlýsingunni er einnig að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins, með áherslu á búsvæði og afkomu varpfugla sem og að stuðla að fræðslu um fuglalífið í Látrabjargi. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda menningarminjar svæðisins. Svæðið hefur mikið aðdráttarafl fyrir gesti sem heimsækja Vestfirði og mikilvægt er að stýra þeirri umferð með verndarráðstöfunum,“ segir í tillögunni.
Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira