Fótbolti

PSG býður slökkviliðsmönnunum á leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók á móti slökkviliðsmönnunum í forsetahöllinni í París í gær.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók á móti slökkviliðsmönnunum í forsetahöllinni í París í gær. vísir/getty
Paris Saint-Germain hefur boðið 500 slökkviliðsmönnum, sem hjálpuðu til að ráða niðurlögum eldsins í Notre Dame á mánudaginn var, á næsta leik liðsins í frönsku úrvalsdeildinni.

Daginn eftir eldsvoðann sendi PSG frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sagðist að safna fé til að endurreisa þá hluta kirkjunnar sögufrægu sem eyðilögðust í brunanum.

PSG hefur nú boðið slökkviliðsmönnunum sem tóku þátt í að bjarga Notre Dame á mánudaginn á leik liðsins gegn Monaco á sunnudaginn.

Ef PSG fær stig í leiknum tryggir liðið sér Frakklandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Þetta er fjórða tækifærið sem PSG fær til að tryggja sér titilinn. Í síðustu þremur leikjum hefur PSG gert jafntefli við Strasbourg og tapað fyrir Lille og Nantes.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×