Fótbolti

PSG býður slökkviliðsmönnunum á leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók á móti slökkviliðsmönnunum í forsetahöllinni í París í gær.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók á móti slökkviliðsmönnunum í forsetahöllinni í París í gær. vísir/getty

Paris Saint-Germain hefur boðið 500 slökkviliðsmönnum, sem hjálpuðu til að ráða niðurlögum eldsins í Notre Dame á mánudaginn var, á næsta leik liðsins í frönsku úrvalsdeildinni.

Daginn eftir eldsvoðann sendi PSG frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sagðist að safna fé til að endurreisa þá hluta kirkjunnar sögufrægu sem eyðilögðust í brunanum.

PSG hefur nú boðið slökkviliðsmönnunum sem tóku þátt í að bjarga Notre Dame á mánudaginn á leik liðsins gegn Monaco á sunnudaginn.

Ef PSG fær stig í leiknum tryggir liðið sér Frakklandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Þetta er fjórða tækifærið sem PSG fær til að tryggja sér titilinn. Í síðustu þremur leikjum hefur PSG gert jafntefli við Strasbourg og tapað fyrir Lille og Nantes.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.