Fótbolti

PSG mistókst aftur að tryggja sér titilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe svekktur í kvöld.
Mbappe svekktur í kvöld. vísir/getty
PSG mistókst aftur að tryggja sér franska meistaratitilinn í knattspyrnu er liðið tapaði 5-1 fyrir Lille á útivelli í kvöld.

Þeir fengu líka tækifæri um síðustu helgi til að tryggja sér titilinn en klúðruðu því einnig.

Thomas Meunier skoraði sjálfsmark strax á sjöundu mínútu en fjórum mínútum síðar jafnaði Juan Bernat metin fyrir PSG.

Bernat kom aftur við sögu á 36. mínútu en þá fékk hann að líta beint rautt spjald og meistararnir því einum færri í rúman hálfleik.

Heimamenn nýttu sér það í síðari hálfleik. Nicolas Pepe kom þeim í 2-1 á 51. mínútu og fjórtán mínútum síðar skoraði Jonathan Bamba.

Fjórða markið gerði Gabriel Magalhaes en fimmta mark Lille kom rétt fyrir leikslok. Lokatölur 5-1 sigur Lille. Þar með héldu þeir tölfræðilega lífi í toppbaráttunni.

PSG er með sautján stiga forskot á toppi deildarinnar en Lille er í öðru sætinu. Átján stig eru eftir í pottinum og það er því bara tímaspursmál hvenær PSG tryggir sér titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×