Barnahús opnað á Akureyri í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2019 13:22 Útibú Barnahúss á Akureyri var opnað formlega í morgun. Mynd/Ragnar Hólm Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. Löngu tímabært segir forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, en nokkur meðferðarviðtöl eru áfromuð strax í þessari viku. Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra var ákveðið að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, fagnar því að nú sé það orðið að veruleika. „Sem að á að þjónusta Norðurlandið og þau börn sem þurfa að sækja þjónustu vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi, að þau hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og jafnvel heimilisofbeldi, ef að þannig er metið að þurfi að fara í gegnum barnahús eða lögreglu,“ segir Vilborg. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og lögreglu en í útibúinu hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla.Vilborg Þórarinsdóttir fagnar opnun útibús Barnahúss á Akureyri.Mynd/Ragnar Hólm„Þetta var í rauninni löngu tímabært af því auð mál sem að þau börn sem þurfa að nota þessa þjónustu á Norðurlandi, þurftu áður að fara í könnunarviðtöl í barnahús í Reykjavík og það fylgdi börnunum náttúrlega stór hópur, bæði foreldrar og lögregla jafnvel og barnaverndarstarfsmaður og annað fylgdarlið sem að fór suður í stórum hópi, jafnvel gerandi líka.“ Opnun útibúsins feli þannig í sér mikla hagræðingu. „Kannski leiðinlegt að segja frá því en það eru nokkur rannsóknar- og könnunarviðtöl sem eru að fara fram bara í þessari viku í útibúi Barnahúss,“ segir Vilborg. Þá verður í dag opnuð þolendamiðstöð á Akureyri, í anda Bjarkarhlíðar í Reykjavík, þar sem fullorðnir þolendur ofbeldis geta fengið samræmda þjónustu á einum stað. Akureyri Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira
Útibú Barnahúss, sem þjónusta mun börn sem beitt hafa verið kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi, opnaði formlega á Akureyri í morgun. Löngu tímabært segir forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, en nokkur meðferðarviðtöl eru áfromuð strax í þessari viku. Í tilefni af 20 ára afmæli Barnahúss í fyrra var ákveðið að koma á fót útibúi fyrir Barnahús á Norðurlandi. Vilborg Þórarinsdóttir, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, fagnar því að nú sé það orðið að veruleika. „Sem að á að þjónusta Norðurlandið og þau börn sem þurfa að sækja þjónustu vegna gruns um kynferðislegt ofbeldi, að þau hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og jafnvel heimilisofbeldi, ef að þannig er metið að þurfi að fara í gegnum barnahús eða lögreglu,“ segir Vilborg. Um er að ræða samstarfsverkefni ríkis, sveitarfélaga og lögreglu en í útibúinu hefur verið útbúin sérstök aðstaða með nýjustu tækni þar sem hægt verður að taka rannsóknarviðtöl við börn, bæði á vegum barnaverndarnefnda og dómstóla.Vilborg Þórarinsdóttir fagnar opnun útibús Barnahúss á Akureyri.Mynd/Ragnar Hólm„Þetta var í rauninni löngu tímabært af því auð mál sem að þau börn sem þurfa að nota þessa þjónustu á Norðurlandi, þurftu áður að fara í könnunarviðtöl í barnahús í Reykjavík og það fylgdi börnunum náttúrlega stór hópur, bæði foreldrar og lögregla jafnvel og barnaverndarstarfsmaður og annað fylgdarlið sem að fór suður í stórum hópi, jafnvel gerandi líka.“ Opnun útibúsins feli þannig í sér mikla hagræðingu. „Kannski leiðinlegt að segja frá því en það eru nokkur rannsóknar- og könnunarviðtöl sem eru að fara fram bara í þessari viku í útibúi Barnahúss,“ segir Vilborg. Þá verður í dag opnuð þolendamiðstöð á Akureyri, í anda Bjarkarhlíðar í Reykjavík, þar sem fullorðnir þolendur ofbeldis geta fengið samræmda þjónustu á einum stað.
Akureyri Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Sjá meira