„Kannski besti leikvangurinn í heimi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 22:30 Stuðningsmaður Tottenham fyrir utan nýja leikvanginn. Getty/Laurence Griffiths Stuðningsmenn Tottenham fá að upplifa langþráða stund annað kvöld þegar Tottenham liðið spilar sinn fyrsta leik á nýja leikvangi félagsins. Tottenham ætlaði að byrja að spila á leikvanginum síðasta haust en ekki tókst að klára framkvæmdir við hann í tíma. Það þurfti síðan átta mánuði í viðbót til að ganga frá vellinum og gera hann tilbúinn í að hýsa heimaleiki Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Tottenham hefur spilað á Wembley leikvanginum síðan 2017 og er því búinn að vera fjarri heimavígstöðum sínum í eitt og hálft tímabil.'Possibly the best stadium in the world'. It's fair to say Tottenham fans are pretty excited... More here: https://t.co/Z4yC11O1T5pic.twitter.com/RZJzmrJNTI — BBC Sport (@BBCSport) April 2, 2019Nýi leikvangurinn ber nafnið „Tottenham Hotspur Stadium“ eins og er en hann mun síðan fá nýtt nafn. Leikvangurinn er staðsettur á sama stað og gamli White Hart Lane en það er ólíklegt að hann fái þó nafnið nýi White Hart Lane. Tottenham mun væntanlega selja nafnið til einhvers fyrirtækis og völlurinn mun síðan bera nafn þess eins og Emirates hjá Arsenal eða Ethiad hjá Manchester City. Fyrsti heimaleikur Tottenham á vellinum er á móti Crystal Palace á morgun. Liðið spilar síðan Meistaradeildarleik á vellinum á móti Manchester City í næstu viku. Breska ríkisútvarpið heyrði hljóðið í stuðningsmönnum Tottenham og hvað þeim finnst um nýja leikvanginn sem tók aðeins lengri tíma að klára en áætlanir sögðu til um. Það má sjá það hér fyrir neðan. Stuðningsmennirnir eru í skýjunum með völlinn, sumir orðlausir en allir mjög stoltir af nú stærsta leikvangi félags í London. „Kannski besti leikvangurinn í heimi,“ hafði blaðamaður BBC eftir stuðningsmanni Spurs. Tottenham Hotspur Stadium tekur 62.062 manns í sæti og ýtir þar með Emirates úr efsta sætinu yfir stærsta félagsleikvanginn í London.A reminder for fans to arrive early tomorrow ahead of our first @premierleague match at #SpursNewStadium. General Admission areas open at an earlier time of 4.45pm, three hours before the 7.45pm kick-off.#COYS — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 2, 2019Look who’s here…#SpursNewStadium#COYSpic.twitter.com/239RCDTuaV — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) March 28, 2019 Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Stuðningsmenn Tottenham fá að upplifa langþráða stund annað kvöld þegar Tottenham liðið spilar sinn fyrsta leik á nýja leikvangi félagsins. Tottenham ætlaði að byrja að spila á leikvanginum síðasta haust en ekki tókst að klára framkvæmdir við hann í tíma. Það þurfti síðan átta mánuði í viðbót til að ganga frá vellinum og gera hann tilbúinn í að hýsa heimaleiki Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Tottenham hefur spilað á Wembley leikvanginum síðan 2017 og er því búinn að vera fjarri heimavígstöðum sínum í eitt og hálft tímabil.'Possibly the best stadium in the world'. It's fair to say Tottenham fans are pretty excited... More here: https://t.co/Z4yC11O1T5pic.twitter.com/RZJzmrJNTI — BBC Sport (@BBCSport) April 2, 2019Nýi leikvangurinn ber nafnið „Tottenham Hotspur Stadium“ eins og er en hann mun síðan fá nýtt nafn. Leikvangurinn er staðsettur á sama stað og gamli White Hart Lane en það er ólíklegt að hann fái þó nafnið nýi White Hart Lane. Tottenham mun væntanlega selja nafnið til einhvers fyrirtækis og völlurinn mun síðan bera nafn þess eins og Emirates hjá Arsenal eða Ethiad hjá Manchester City. Fyrsti heimaleikur Tottenham á vellinum er á móti Crystal Palace á morgun. Liðið spilar síðan Meistaradeildarleik á vellinum á móti Manchester City í næstu viku. Breska ríkisútvarpið heyrði hljóðið í stuðningsmönnum Tottenham og hvað þeim finnst um nýja leikvanginn sem tók aðeins lengri tíma að klára en áætlanir sögðu til um. Það má sjá það hér fyrir neðan. Stuðningsmennirnir eru í skýjunum með völlinn, sumir orðlausir en allir mjög stoltir af nú stærsta leikvangi félags í London. „Kannski besti leikvangurinn í heimi,“ hafði blaðamaður BBC eftir stuðningsmanni Spurs. Tottenham Hotspur Stadium tekur 62.062 manns í sæti og ýtir þar með Emirates úr efsta sætinu yfir stærsta félagsleikvanginn í London.A reminder for fans to arrive early tomorrow ahead of our first @premierleague match at #SpursNewStadium. General Admission areas open at an earlier time of 4.45pm, three hours before the 7.45pm kick-off.#COYS — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 2, 2019Look who’s here…#SpursNewStadium#COYSpic.twitter.com/239RCDTuaV — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) March 28, 2019
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira