Mpabbé grínaðist í Pelé: Erfitt að ná þúsund mörkum jafnvel þótt ég telji PlayStation-mörkin með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2019 14:00 Pelé og Mbappé náðu vel saman. vísir/getty Einu unglingarnir sem hafa skorað í úrslitaleik HM í fótbolta hittust í gær og fór vel á með þeim. Pelé og Kylian Mbappé skutust báðir upp á stjörnuhimininn á unglingsaldri. Pelé var aðeins 17 ára þegar hann lék með brasilíska landsliðinu á HM í Svíþjóð 1958. Hann skoraði sex mörk í keppninni, þar af tvö í úrslitaleiknum þar sem Brasilía vann Svíþjóð, 5-2. Sextíu ár liðu þar til annar unglingur lék sama leik og Pelé. Mbappé, þá 19 ára, skoraði eitt marka Frakka í 4-2 sigri á Króötum í úrslitaleik HM í Rússlandi í fyrra. Hann skoraði alls fjögur mörk í keppninni og var valinn besti ungi leikmaður hennar. Þessir frábæru fótboltamenn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í gær sem svissneski úraframleiðandinn Hublot stóð fyrir. Mbappé fór ekki leynt með aðdáun sína á Brassanum og sagðist þurfa að snerta hann til að ganga úr skugga um að þetta væri Pelé sjálfur. „Hann er algjör goðsögn,“ sagði Mbappé um Pelé. „Það var sérstakt að sjá hann í sjónvarpi en nú er ég búinn að hitta hann og get ekki lýst því hversu stoltur ég er.“ Virðingin var greinilega gagnkvæm og Pelé hrósaði franska ungstirninu, sem leikur með Paris Saint-Germain, í hástert. „Kylian er klár, fljótur og óútreiknanlegur. Hans helsti styrkleiki er að hann getur alltaf breytt leiknum. Það er fullt af leikmönnum sem búa yfir góðri tækni en eru ekki nógu óútreiknanlegir.“ Pelé vann heimsmeistaratitilinn tvisvar til viðbótar og skoraði meira en 1000 mörk áður hann lagði skóna á hillun. Mbappé vill vinna fleiri titla en segir langsótt að hann nái fjögurra stafa tölu í markaskorun. „Það er mögulegt, ef þú telur öll mörkin sem ég hef skorað í PlayStation,“ sagði Mbappé léttur. „En jafnvel þótt ég taki með mörkin sem ég skora á æfingum verður erfitt að ná þessu.“We're not sure who was more starstruck Imagine Pele and Kylian Mbappe in the same teampic.twitter.com/PV2RU0CyDg — Goal (@goal) April 3, 2019 Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Einu unglingarnir sem hafa skorað í úrslitaleik HM í fótbolta hittust í gær og fór vel á með þeim. Pelé og Kylian Mbappé skutust báðir upp á stjörnuhimininn á unglingsaldri. Pelé var aðeins 17 ára þegar hann lék með brasilíska landsliðinu á HM í Svíþjóð 1958. Hann skoraði sex mörk í keppninni, þar af tvö í úrslitaleiknum þar sem Brasilía vann Svíþjóð, 5-2. Sextíu ár liðu þar til annar unglingur lék sama leik og Pelé. Mbappé, þá 19 ára, skoraði eitt marka Frakka í 4-2 sigri á Króötum í úrslitaleik HM í Rússlandi í fyrra. Hann skoraði alls fjögur mörk í keppninni og var valinn besti ungi leikmaður hennar. Þessir frábæru fótboltamenn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í gær sem svissneski úraframleiðandinn Hublot stóð fyrir. Mbappé fór ekki leynt með aðdáun sína á Brassanum og sagðist þurfa að snerta hann til að ganga úr skugga um að þetta væri Pelé sjálfur. „Hann er algjör goðsögn,“ sagði Mbappé um Pelé. „Það var sérstakt að sjá hann í sjónvarpi en nú er ég búinn að hitta hann og get ekki lýst því hversu stoltur ég er.“ Virðingin var greinilega gagnkvæm og Pelé hrósaði franska ungstirninu, sem leikur með Paris Saint-Germain, í hástert. „Kylian er klár, fljótur og óútreiknanlegur. Hans helsti styrkleiki er að hann getur alltaf breytt leiknum. Það er fullt af leikmönnum sem búa yfir góðri tækni en eru ekki nógu óútreiknanlegir.“ Pelé vann heimsmeistaratitilinn tvisvar til viðbótar og skoraði meira en 1000 mörk áður hann lagði skóna á hillun. Mbappé vill vinna fleiri titla en segir langsótt að hann nái fjögurra stafa tölu í markaskorun. „Það er mögulegt, ef þú telur öll mörkin sem ég hef skorað í PlayStation,“ sagði Mbappé léttur. „En jafnvel þótt ég taki með mörkin sem ég skora á æfingum verður erfitt að ná þessu.“We're not sure who was more starstruck Imagine Pele and Kylian Mbappe in the same teampic.twitter.com/PV2RU0CyDg — Goal (@goal) April 3, 2019
Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira