Mpabbé grínaðist í Pelé: Erfitt að ná þúsund mörkum jafnvel þótt ég telji PlayStation-mörkin með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2019 14:00 Pelé og Mbappé náðu vel saman. vísir/getty Einu unglingarnir sem hafa skorað í úrslitaleik HM í fótbolta hittust í gær og fór vel á með þeim. Pelé og Kylian Mbappé skutust báðir upp á stjörnuhimininn á unglingsaldri. Pelé var aðeins 17 ára þegar hann lék með brasilíska landsliðinu á HM í Svíþjóð 1958. Hann skoraði sex mörk í keppninni, þar af tvö í úrslitaleiknum þar sem Brasilía vann Svíþjóð, 5-2. Sextíu ár liðu þar til annar unglingur lék sama leik og Pelé. Mbappé, þá 19 ára, skoraði eitt marka Frakka í 4-2 sigri á Króötum í úrslitaleik HM í Rússlandi í fyrra. Hann skoraði alls fjögur mörk í keppninni og var valinn besti ungi leikmaður hennar. Þessir frábæru fótboltamenn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í gær sem svissneski úraframleiðandinn Hublot stóð fyrir. Mbappé fór ekki leynt með aðdáun sína á Brassanum og sagðist þurfa að snerta hann til að ganga úr skugga um að þetta væri Pelé sjálfur. „Hann er algjör goðsögn,“ sagði Mbappé um Pelé. „Það var sérstakt að sjá hann í sjónvarpi en nú er ég búinn að hitta hann og get ekki lýst því hversu stoltur ég er.“ Virðingin var greinilega gagnkvæm og Pelé hrósaði franska ungstirninu, sem leikur með Paris Saint-Germain, í hástert. „Kylian er klár, fljótur og óútreiknanlegur. Hans helsti styrkleiki er að hann getur alltaf breytt leiknum. Það er fullt af leikmönnum sem búa yfir góðri tækni en eru ekki nógu óútreiknanlegir.“ Pelé vann heimsmeistaratitilinn tvisvar til viðbótar og skoraði meira en 1000 mörk áður hann lagði skóna á hillun. Mbappé vill vinna fleiri titla en segir langsótt að hann nái fjögurra stafa tölu í markaskorun. „Það er mögulegt, ef þú telur öll mörkin sem ég hef skorað í PlayStation,“ sagði Mbappé léttur. „En jafnvel þótt ég taki með mörkin sem ég skora á æfingum verður erfitt að ná þessu.“We're not sure who was more starstruck Imagine Pele and Kylian Mbappe in the same teampic.twitter.com/PV2RU0CyDg — Goal (@goal) April 3, 2019 Fótbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira
Einu unglingarnir sem hafa skorað í úrslitaleik HM í fótbolta hittust í gær og fór vel á með þeim. Pelé og Kylian Mbappé skutust báðir upp á stjörnuhimininn á unglingsaldri. Pelé var aðeins 17 ára þegar hann lék með brasilíska landsliðinu á HM í Svíþjóð 1958. Hann skoraði sex mörk í keppninni, þar af tvö í úrslitaleiknum þar sem Brasilía vann Svíþjóð, 5-2. Sextíu ár liðu þar til annar unglingur lék sama leik og Pelé. Mbappé, þá 19 ára, skoraði eitt marka Frakka í 4-2 sigri á Króötum í úrslitaleik HM í Rússlandi í fyrra. Hann skoraði alls fjögur mörk í keppninni og var valinn besti ungi leikmaður hennar. Þessir frábæru fótboltamenn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í gær sem svissneski úraframleiðandinn Hublot stóð fyrir. Mbappé fór ekki leynt með aðdáun sína á Brassanum og sagðist þurfa að snerta hann til að ganga úr skugga um að þetta væri Pelé sjálfur. „Hann er algjör goðsögn,“ sagði Mbappé um Pelé. „Það var sérstakt að sjá hann í sjónvarpi en nú er ég búinn að hitta hann og get ekki lýst því hversu stoltur ég er.“ Virðingin var greinilega gagnkvæm og Pelé hrósaði franska ungstirninu, sem leikur með Paris Saint-Germain, í hástert. „Kylian er klár, fljótur og óútreiknanlegur. Hans helsti styrkleiki er að hann getur alltaf breytt leiknum. Það er fullt af leikmönnum sem búa yfir góðri tækni en eru ekki nógu óútreiknanlegir.“ Pelé vann heimsmeistaratitilinn tvisvar til viðbótar og skoraði meira en 1000 mörk áður hann lagði skóna á hillun. Mbappé vill vinna fleiri titla en segir langsótt að hann nái fjögurra stafa tölu í markaskorun. „Það er mögulegt, ef þú telur öll mörkin sem ég hef skorað í PlayStation,“ sagði Mbappé léttur. „En jafnvel þótt ég taki með mörkin sem ég skora á æfingum verður erfitt að ná þessu.“We're not sure who was more starstruck Imagine Pele and Kylian Mbappe in the same teampic.twitter.com/PV2RU0CyDg — Goal (@goal) April 3, 2019
Fótbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjá meira