Þetta er völlurinn sem Tottenham borgaði 158 milljarða fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 16:00 Stuðningsmaður Tottenham fyrir utan nýja völlinn. Getty/Craig Mercer Þetta er stórt kvöld fyrir Tottenham liðið en í kvöld mun liðið spila langþráðan leik á nýja heimavelli sínum sem eins og er ber nafnið Tottenham Hotspur Stadium. Leikurinn í kvöld er á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en undanfarið eitt og hálft tímabil hefur Tottenham spilað heimaleiki sína á Wembley-leikvanginum. Tottenham Hotspur Stadium var byggður á saman stað og gamli White Hart Lane og í raun má segja að nýju völlurinn hafi hreinlega gleypt þann gamla. Sky Sports tók saman fróðlegt myndband sem sýnir alls framkvæmdina í tímaröð en þar má sjá þegar byrjað var að byggja nýja leikvanginn þegar gamli White Hart Lane var enn í notkun. Þetta myndband er hér fyrir neðan.It has taken over three years from start to finish, but Tottenham's new stadium will finally host it's first official game tonight More: https://t.co/io4cP18kmtpic.twitter.com/NuGDDhJXC6 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 3, 2019Verkefnið var kynnt fyrst árið 2008 en tafðist og breyttist nokkrum sinnum þar til að framkvæmdir hófust árið 2015. Völlurinn átti að vera tilbúinn fyrir 2018-19 tímabilið en það varð átta mánaða seinkun á því að allt væri orðið klárt. Breska ríkisútvarpið kynnti nýja Tottenham leikvanginn fyrir lesendum sínum á vefnum með þessu myndbandi hér fyrir neðan og spurði jafnframt hvort þessi völlur væri eins milljarða punda virði en það eru 158 milljarðar íslenskra króna.£1billion well spent? Check it out for yourself. #SpursAreHomepic.twitter.com/rGRcghZR8V — BBC Sport (@BBCSport) April 3, 2019Leikvangurinn kostaði vissulega gríðarlega fjármuni en hann er stærsti félagsleikvangur í London og algjört augnayndi eins og sjá má hér fyrir ofan. Þar má líka finna allt til alls til að gera heimsóknina á Tottenham Hotspur Stadium sem bestu upplifun og mögulegt er. Meðal annars er 65 metra langur bar sem er sá lengsti í allri Evrópu. Bjórinn ætti að vera ferskur þar enda er brugghús á sjálfum leikvanginum. Það eru líka 65 veitingastaðir eða sölubásar sem selja mat. Hér fyrir neðan má síðan sjá stutta söguskoðun hjá Tottenham og hvernig gamli og nýi leikvangurinn tengjast. Þar má einnig sjá myndband Tottenham af nýja leikvanginum sem er mjög glæsilegt mannvirki.The journey back home.#SpursAreHome#COYS — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 3, 2019Tonight, WE are coming home. #SpursAreHome#COYS — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 3, 2019 Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Þetta er stórt kvöld fyrir Tottenham liðið en í kvöld mun liðið spila langþráðan leik á nýja heimavelli sínum sem eins og er ber nafnið Tottenham Hotspur Stadium. Leikurinn í kvöld er á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni en undanfarið eitt og hálft tímabil hefur Tottenham spilað heimaleiki sína á Wembley-leikvanginum. Tottenham Hotspur Stadium var byggður á saman stað og gamli White Hart Lane og í raun má segja að nýju völlurinn hafi hreinlega gleypt þann gamla. Sky Sports tók saman fróðlegt myndband sem sýnir alls framkvæmdina í tímaröð en þar má sjá þegar byrjað var að byggja nýja leikvanginn þegar gamli White Hart Lane var enn í notkun. Þetta myndband er hér fyrir neðan.It has taken over three years from start to finish, but Tottenham's new stadium will finally host it's first official game tonight More: https://t.co/io4cP18kmtpic.twitter.com/NuGDDhJXC6 — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 3, 2019Verkefnið var kynnt fyrst árið 2008 en tafðist og breyttist nokkrum sinnum þar til að framkvæmdir hófust árið 2015. Völlurinn átti að vera tilbúinn fyrir 2018-19 tímabilið en það varð átta mánaða seinkun á því að allt væri orðið klárt. Breska ríkisútvarpið kynnti nýja Tottenham leikvanginn fyrir lesendum sínum á vefnum með þessu myndbandi hér fyrir neðan og spurði jafnframt hvort þessi völlur væri eins milljarða punda virði en það eru 158 milljarðar íslenskra króna.£1billion well spent? Check it out for yourself. #SpursAreHomepic.twitter.com/rGRcghZR8V — BBC Sport (@BBCSport) April 3, 2019Leikvangurinn kostaði vissulega gríðarlega fjármuni en hann er stærsti félagsleikvangur í London og algjört augnayndi eins og sjá má hér fyrir ofan. Þar má líka finna allt til alls til að gera heimsóknina á Tottenham Hotspur Stadium sem bestu upplifun og mögulegt er. Meðal annars er 65 metra langur bar sem er sá lengsti í allri Evrópu. Bjórinn ætti að vera ferskur þar enda er brugghús á sjálfum leikvanginum. Það eru líka 65 veitingastaðir eða sölubásar sem selja mat. Hér fyrir neðan má síðan sjá stutta söguskoðun hjá Tottenham og hvernig gamli og nýi leikvangurinn tengjast. Þar má einnig sjá myndband Tottenham af nýja leikvanginum sem er mjög glæsilegt mannvirki.The journey back home.#SpursAreHome#COYS — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 3, 2019Tonight, WE are coming home. #SpursAreHome#COYS — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 3, 2019
Enski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira