Fótbolti

Hjörtur í bikarúrslit þriðja árið í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Bröndby fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Bröndby fagna sigurmarkinu. vísir/getty
Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby eru komnir í bikarúrslit þriðja árið í röð eftir 1-0 sigur á AaB á heimavelli í kvöld.

Bröndby er ríkjandi bikarmeistari en þeir unnu 3-1 sigur á Silkeborg í úrslitaleiknum á síðasta ári. Árið þar á undan tapaði liðið 3-1 fyrir grönnunum í FCK.







Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í miðri vörn Bröndby en eina mark leiksins skoraði Pólverjinn Kamil Wilczek eftir hörmuleg mistök Jacob Rinne á þrettándu mínútu.

Bröndby er því komið í úrslitin en þar mæta þeir Midtjylland. Leikurinn fer fram sautjánda maí og verður spilað á Parken í Kaupmannahöfn. Þessi sömu lið mættust í undanúrslitunum í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×