Nokkrir vilja kaupa flugreksturinn úr þrotabúi WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. apríl 2019 13:20 Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“ Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Nokkrir aðilar hafa sýnt flugrekstrarhluta úr þrotabúi WOW áhuga að sögn skiptastjóra. Hann geti ekki staðfest að Skúli Mogensen sé einn af þeim. Hann segir að gagnrýni á að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóra sé ósanngjörn og leiðinleg. Fram hefur komið að Skúli Mogensen og aðrir lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW séu að leita fjármögnunar þessa dagana til að blása lífi í rústir WOW Air og hefja rekstur nýs flugfélags. Stefnan sé sett á að safna 40 milljónum dala, næstum 4,8 milljörðum króna. Skúli hefur hins vegar i hvorki staðfest né vísað þessum fregnum á bug. Þorsteinn Einarsson annar skiptastjóri þrotabús WOW AIR segir að nokkrir hafi haft samband og lýst áhuga á flugrekstrarhluta WOW. „Það hafa fleiri en einn haft samband við okkur vegna áhuga á kaupum á eignum félagsins.“ Eru þá fleiri en Skúli sem eru að undirbúa jafnvel að stofna nýtt lággjalda flugfélag? „Það kann að vera. Við höfum svo sem ekki rætt beint við Skúla en við höfum lesið og séð fjölmiðlum að hann sýni þessu áhuga. Hvort hann sé á bak við þetta, það veit ég ekki en að hafa nokkrir aðilar haft samband og það eru viðræður í gangi.“ Hlutverk skiptastjóra sé að hámarka virði eigna og besta tilboðinu verði tekið. „Það er alveg ljóst að markmið okkar er að fá sem hæst verð fyrir eignirnar og það er hlutverk okkar að hámarka virði eignabúsins í þágu kröfuhafanna þannig að það er augljóst að þar ræður verðið mestu.“ Lögmannafélagið, Félag kvenna í lögmennsku og Arion banki hafa gagnrýnt að Sveinn Andri Sveinsson hafi verið skipaður annar skiptastjóri búsins. Þorsteinn segir gagnrýnina ekki hafa nein áhrif á samstarf þeirra. „Þessi umræða er að mörgu leyti ósanngjörn og leiðinleg en hún hefur engin áhrif á störf okkar sem skiptastjóra og okkar samstarf sem gengur vel.“
Efnahagsmál WOW Air Tengdar fréttir Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02 Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30 Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. 5. apríl 2019 12:02
Stórir strákar fá stór skiptabú Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. 6. apríl 2019 09:30
Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41
Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28