Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 07:41 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður. Vísir/vilhelm Arion banki hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður verði settur af sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Segir bankinn Svein Andra vanhæfan til starfans.Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. Þá staðfestir hann einnig við blaðið að málið tengist ágreiningi bankans við þrotabú tölvufyrirtækisins Data Cell. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi og Arion banki stærsti kröfuhafinn.Sjá einnig: Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Skipun skiptastjóra þrotabús WOW air, þeirra Þorsteins Einarssonar og einkum áðurnefnds Sveins Andra, hefur verið afar umdeild, sérstaklega innan lögmannastéttarinnar. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar þar sem hann sagði Svein Andra fá fleiri þrotabú til skiptanna en aðrir. Þannig rengdi hann Símon Sigvaldason, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana. Símon hefur vísað því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra umfram aðra lögmenn við skipun skiptastjóra og þá hafnaði hann því að hann vildi útiloka konur frá slitabúum. Mannlíf hefur jafnframt eftir Haraldi að málið sé í farvegi og verði ekki rekið frekar í fjölmiðlum. Þá er einnig rætt við Arnar Þór Stefánsson, lögmann hjá LEX lögmannsstofu, sem segir að reynast muni erfitt að koma Sveini Andra frá – mikið þurfi til að skiptastjóri þrotabús sé settur af eftir að hafa verið skipaður. Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Arion banki hefur farið fram á að Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður verði settur af sem skiptastjóri þrotabús WOW air. Segir bankinn Svein Andra vanhæfan til starfans.Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. Þá staðfestir hann einnig við blaðið að málið tengist ágreiningi bankans við þrotabú tölvufyrirtækisins Data Cell. Sveinn Andri er skiptastjóri í því búi og Arion banki stærsti kröfuhafinn.Sjá einnig: Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Skipun skiptastjóra þrotabús WOW air, þeirra Þorsteins Einarssonar og einkum áðurnefnds Sveins Andra, hefur verið afar umdeild, sérstaklega innan lögmannastéttarinnar. Stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku hafa óskað sérstaklega eftir upplýsingum um hvaða verklagsreglur gilda í slíkum tilfellum. Þá skrifaði Þórður Már Jónsson lögmaður afar harðorðan pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar þar sem hann sagði Svein Andra fá fleiri þrotabú til skiptanna en aðrir. Þannig rengdi hann Símon Sigvaldason, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana. Símon hefur vísað því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra umfram aðra lögmenn við skipun skiptastjóra og þá hafnaði hann því að hann vildi útiloka konur frá slitabúum. Mannlíf hefur jafnframt eftir Haraldi að málið sé í farvegi og verði ekki rekið frekar í fjölmiðlum. Þá er einnig rætt við Arnar Þór Stefánsson, lögmann hjá LEX lögmannsstofu, sem segir að reynast muni erfitt að koma Sveini Andra frá – mikið þurfi til að skiptastjóri þrotabús sé settur af eftir að hafa verið skipaður.
Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00 Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25 Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28 WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum. 31. mars 2019 20:00
Símon segist ekki vilja útiloka konur frá slitabúum WOW air með stærri þrotabúum sem komið hafa til skipta. 1. apríl 2019 13:25
Símon vísar því alfarið á bug að hann hygli Sveini Andra Dómstjóri segir ásakanir um spillingu og lygar alvarlegar. 2. apríl 2019 10:28
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31