Kvennablaðið í dvala: „Erfitt að keppa á auglýsingamarkaði“ Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2019 17:39 Kvennablaðið er komið í ótímabundinn dvala. Skjáskot/Kvennablaðið Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. Greinina skrifa forsvarsmenn Kvennablaðsins, þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri miðilsins, og Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Forsvarsmenn Kvennablaðsins þakka í greininni þeim blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið frá því að miðillinn hóf göngu sína á netinu í nóvember 2013. Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennablaðsins segir ákvörðunina um að hætta útgáfu Kvennablaðsins hafa verið virkilega þungbæra. Hún hafi þó verið að malla í einhvern tíma. Þrátt fyrir að blaðið sé komið í ótímabundinn dvala segir Soffía að þó væri ekki loku skotið fyrir það að Kvennablaðið yrði endurvakið seinna meir, þær Steinunn ætli þó að safna kröftum og einbeita sér að öðrum verkefnum. Soffía sagði erfitt fyrir lítinn miðil eins og Kvennablaðið að keppa á auglýsingamarkaði enda eigi minni miðlar það til að gleymast.Lesendum þakkað fyrir samfylgdina Greinina má lesa á vef Kvennablaðsins eða hér að neðan:Ágætu lesendur,Kvennablaðið leggst nú í ótímabundinn dvala og af því tilefni viljum við þakka lesendum fyrir samfylgdina. Kvennablaðið vefmiðill hóf göngu sína í nóvember 2013 og lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur en hún endurvakti blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885 og ritstýrði í 25 ár.Undirritaðar, forsvarsmenn Kvennablaðsins, vilja á þessum tímamótum þakka öllum þeim fjölmörgu blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið í launaðri og ólaunaðri vinnu og ber þá að telja sérstaklega Hauk Má Helgason sem ritstýrt hefur blaðinu síðustu misserin, Evu Hauksdóttur, Hlín Einarsdóttur, Andra Þór Sturluson, Atla Þór Fanndal, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Steinunni Ingu Óttarsdóttur, Kristinn Hrafnsson, Kristján Frímann Kristjánsson, Kára Stefánsson, Ingunni Bylgju Einarsdóttur, Einar Steingrímsson, Anton Helga Jónsson, Báru Halldórsdóttur og Tobbu Marinósdóttur.Bestu þakkir fá einnig þeir fjölmörgu sem hafa skrifað greinar í blaðið og sent okkur ábendingar um efni og efnistök á undangengnum sex árum sem og prófarkalesarar þeir sem hafa lagt blaðinu lið.Hjartans þakkir fá þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Aðalsteinsson vefhönnuður, Kristján Steinarsson leynivinur (blessuð sé minning hans) og Þorvaldur Sverrisson fyrir stuðning á trylltum stundum.Við viljum að lokum benda öllum greinarhöfundum Kvennablaðsins að afrita efni sitt ef þeir þess kjósa á allra næstu dögum en eftir um það bil viku verður vefurinn óaðgengilegur.Við þökkum innilega fyrir samstarfið og samfylgdina og vonum að þið njótið sumarsins!Steinunn Ólína & Soffía Steingrímsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Útgáfu vefmiðilsins Kvennablaðsins hefur nú verið hætt og blaðið lagst í ótímabundinn dvala, þetta kemur fram í grein sem birtist á vef Kvennablaðsins í dag. Greinina skrifa forsvarsmenn Kvennablaðsins, þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, ritstjóri miðilsins, og Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri. Forsvarsmenn Kvennablaðsins þakka í greininni þeim blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið frá því að miðillinn hóf göngu sína á netinu í nóvember 2013. Soffía Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennablaðsins segir ákvörðunina um að hætta útgáfu Kvennablaðsins hafa verið virkilega þungbæra. Hún hafi þó verið að malla í einhvern tíma. Þrátt fyrir að blaðið sé komið í ótímabundinn dvala segir Soffía að þó væri ekki loku skotið fyrir það að Kvennablaðið yrði endurvakið seinna meir, þær Steinunn ætli þó að safna kröftum og einbeita sér að öðrum verkefnum. Soffía sagði erfitt fyrir lítinn miðil eins og Kvennablaðið að keppa á auglýsingamarkaði enda eigi minni miðlar það til að gleymast.Lesendum þakkað fyrir samfylgdina Greinina má lesa á vef Kvennablaðsins eða hér að neðan:Ágætu lesendur,Kvennablaðið leggst nú í ótímabundinn dvala og af því tilefni viljum við þakka lesendum fyrir samfylgdina. Kvennablaðið vefmiðill hóf göngu sína í nóvember 2013 og lengst af í ritstjórn Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur en hún endurvakti blaðið sem langamma hennar Bríet Bjarnhéðinsdóttir stofnaði árið 1885 og ritstýrði í 25 ár.Undirritaðar, forsvarsmenn Kvennablaðsins, vilja á þessum tímamótum þakka öllum þeim fjölmörgu blaðamönnum og pennum sem lagt hafa blaðinu lið í launaðri og ólaunaðri vinnu og ber þá að telja sérstaklega Hauk Má Helgason sem ritstýrt hefur blaðinu síðustu misserin, Evu Hauksdóttur, Hlín Einarsdóttur, Andra Þór Sturluson, Atla Þór Fanndal, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, Steinunni Ingu Óttarsdóttur, Kristinn Hrafnsson, Kristján Frímann Kristjánsson, Kára Stefánsson, Ingunni Bylgju Einarsdóttur, Einar Steingrímsson, Anton Helga Jónsson, Báru Halldórsdóttur og Tobbu Marinósdóttur.Bestu þakkir fá einnig þeir fjölmörgu sem hafa skrifað greinar í blaðið og sent okkur ábendingar um efni og efnistök á undangengnum sex árum sem og prófarkalesarar þeir sem hafa lagt blaðinu lið.Hjartans þakkir fá þeir Þorsteinn Þorsteinsson, Einar Aðalsteinsson vefhönnuður, Kristján Steinarsson leynivinur (blessuð sé minning hans) og Þorvaldur Sverrisson fyrir stuðning á trylltum stundum.Við viljum að lokum benda öllum greinarhöfundum Kvennablaðsins að afrita efni sitt ef þeir þess kjósa á allra næstu dögum en eftir um það bil viku verður vefurinn óaðgengilegur.Við þökkum innilega fyrir samstarfið og samfylgdina og vonum að þið njótið sumarsins!Steinunn Ólína & Soffía Steingrímsdóttir
Fjölmiðlar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira