Erlent

Brasilísk brú hrundi eftir árekstur ferju

Andri Eysteinsson skrifar
Sjá má eyðilegginguna úr lofti í myndbandi sem ríkisstjóri Pará birti
Sjá má eyðilegginguna úr lofti í myndbandi sem ríkisstjóri Pará birti Skjáskot/Twitter HelderBarbalho

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Brasilíska ríkinu Pará í norðurhluta landsins eftir að ferja sigldi á brú með þeim afleiðingu að brúin hrundi. BBC greinir frá.

Brúin yfir ána Moju er 860 metra löng en um 200 metra hluti hennar féll í ána eftir að ferjan lenti á einum burðarstólpa brúarinnar. Brúin, sem er að finna í Amasón-regnskóginum, er fjölfarin enda liggur hún í átt að hafnarborginni Belém.

Vitni að slysinu segja að tveir smábílar hafi hafnað í ánni en óvíst er hversu margir hafa slasast. Kafarar vinna nú hörðum höndum að leit í ánni. Allir fimm áhafnarmeðlimir ferjunnar voru ómeiddir.

Ríkisstjóri Pará, Helder Barbalho lýsti yfir neyðarástandi í kjölfar slyssins. „Forgangur okkar er að leita að fórnarlömbum og styðja við bakið á fjölskyldum þeirra,“

Barbalho birti myndband af brúnni á Twitter-síðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.