Sakar Trudeau um hræðsluáróður Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2019 10:16 Andrew Scheer er formaður kanadíska Íhaldsflokksins. Getty Andrew Scheer, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kanada og formaður Íhaldsflokksins, hefur sakað Justin Trudeau forsætisráðherra um tilraunir til að þagga niður í sér eftir að hann kallaði ríkisstjórnina spillta. Scheer segir að í bréfi hafi lögmaður Trudeau látið sérstaklega ærumeiðandi ummæli falla eftir orð Scheer um pólitískt hneykslismál sem hefur verið mjög áberandi í umræðunni vestanhafs að undanförnu. Tveir ráðherrar í stjórn Trudeau hafa sagt af sér vegna hneykslismálsins. Málið snýr að sakamálarannsókn sem beinist að byggingafyrirtækinu SNC-Lavalin Group, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, sem sakað er um að hafa mútað hátt settum embættismönnum í Líbíu. Hafa Trudeau og nánustu ráðgjafar verið sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin frá saksókn vegna mútugreiðslnna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Scheer hefur nú sakað ríkisstjórn Trudeau um spillingu og að hafa logið að Kanadamönnum. Segir hann bréfið frá lögmanni forsætisráðherrans vera liður í hræðsluáróðri Trudeau. „Þetta er enn ein tilraun þeirra til að þagga niður í þeim sem leita sannleikans,“ sagði Scheer á blaðamannafundi í gær. Talsmaður Trudeau segir að bréfið hafi verið sent Scheer til að upplýsa hann um að það hafi afleiðingar í för með sér að láta „fölsk og niðurlægjandi ummæli“ falla. Kosið er til þings í Kanada eftir um hálft ár og benda skoðanakannanir til að Íhaldaflokkurinn njóti nú meiri stuðnings en flokkur Trudeau. Trudeau tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015. Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Andrew Scheer, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kanada og formaður Íhaldsflokksins, hefur sakað Justin Trudeau forsætisráðherra um tilraunir til að þagga niður í sér eftir að hann kallaði ríkisstjórnina spillta. Scheer segir að í bréfi hafi lögmaður Trudeau látið sérstaklega ærumeiðandi ummæli falla eftir orð Scheer um pólitískt hneykslismál sem hefur verið mjög áberandi í umræðunni vestanhafs að undanförnu. Tveir ráðherrar í stjórn Trudeau hafa sagt af sér vegna hneykslismálsins. Málið snýr að sakamálarannsókn sem beinist að byggingafyrirtækinu SNC-Lavalin Group, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, sem sakað er um að hafa mútað hátt settum embættismönnum í Líbíu. Hafa Trudeau og nánustu ráðgjafar verið sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin frá saksókn vegna mútugreiðslnna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Scheer hefur nú sakað ríkisstjórn Trudeau um spillingu og að hafa logið að Kanadamönnum. Segir hann bréfið frá lögmanni forsætisráðherrans vera liður í hræðsluáróðri Trudeau. „Þetta er enn ein tilraun þeirra til að þagga niður í þeim sem leita sannleikans,“ sagði Scheer á blaðamannafundi í gær. Talsmaður Trudeau segir að bréfið hafi verið sent Scheer til að upplýsa hann um að það hafi afleiðingar í för með sér að láta „fölsk og niðurlægjandi ummæli“ falla. Kosið er til þings í Kanada eftir um hálft ár og benda skoðanakannanir til að Íhaldaflokkurinn njóti nú meiri stuðnings en flokkur Trudeau. Trudeau tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015.
Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46