Sakar Trudeau um hræðsluáróður Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2019 10:16 Andrew Scheer er formaður kanadíska Íhaldsflokksins. Getty Andrew Scheer, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kanada og formaður Íhaldsflokksins, hefur sakað Justin Trudeau forsætisráðherra um tilraunir til að þagga niður í sér eftir að hann kallaði ríkisstjórnina spillta. Scheer segir að í bréfi hafi lögmaður Trudeau látið sérstaklega ærumeiðandi ummæli falla eftir orð Scheer um pólitískt hneykslismál sem hefur verið mjög áberandi í umræðunni vestanhafs að undanförnu. Tveir ráðherrar í stjórn Trudeau hafa sagt af sér vegna hneykslismálsins. Málið snýr að sakamálarannsókn sem beinist að byggingafyrirtækinu SNC-Lavalin Group, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, sem sakað er um að hafa mútað hátt settum embættismönnum í Líbíu. Hafa Trudeau og nánustu ráðgjafar verið sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin frá saksókn vegna mútugreiðslnna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Scheer hefur nú sakað ríkisstjórn Trudeau um spillingu og að hafa logið að Kanadamönnum. Segir hann bréfið frá lögmanni forsætisráðherrans vera liður í hræðsluáróðri Trudeau. „Þetta er enn ein tilraun þeirra til að þagga niður í þeim sem leita sannleikans,“ sagði Scheer á blaðamannafundi í gær. Talsmaður Trudeau segir að bréfið hafi verið sent Scheer til að upplýsa hann um að það hafi afleiðingar í för með sér að láta „fölsk og niðurlægjandi ummæli“ falla. Kosið er til þings í Kanada eftir um hálft ár og benda skoðanakannanir til að Íhaldaflokkurinn njóti nú meiri stuðnings en flokkur Trudeau. Trudeau tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015. Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Andrew Scheer, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Kanada og formaður Íhaldsflokksins, hefur sakað Justin Trudeau forsætisráðherra um tilraunir til að þagga niður í sér eftir að hann kallaði ríkisstjórnina spillta. Scheer segir að í bréfi hafi lögmaður Trudeau látið sérstaklega ærumeiðandi ummæli falla eftir orð Scheer um pólitískt hneykslismál sem hefur verið mjög áberandi í umræðunni vestanhafs að undanförnu. Tveir ráðherrar í stjórn Trudeau hafa sagt af sér vegna hneykslismálsins. Málið snýr að sakamálarannsókn sem beinist að byggingafyrirtækinu SNC-Lavalin Group, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, sem sakað er um að hafa mútað hátt settum embættismönnum í Líbíu. Hafa Trudeau og nánustu ráðgjafar verið sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin frá saksókn vegna mútugreiðslnna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Scheer hefur nú sakað ríkisstjórn Trudeau um spillingu og að hafa logið að Kanadamönnum. Segir hann bréfið frá lögmanni forsætisráðherrans vera liður í hræðsluáróðri Trudeau. „Þetta er enn ein tilraun þeirra til að þagga niður í þeim sem leita sannleikans,“ sagði Scheer á blaðamannafundi í gær. Talsmaður Trudeau segir að bréfið hafi verið sent Scheer til að upplýsa hann um að það hafi afleiðingar í för með sér að láta „fölsk og niðurlægjandi ummæli“ falla. Kosið er til þings í Kanada eftir um hálft ár og benda skoðanakannanir til að Íhaldaflokkurinn njóti nú meiri stuðnings en flokkur Trudeau. Trudeau tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015.
Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45 Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau rekur uppljóstrara úr eigin flokki Tvær þingkonur sem hafa sakað kanadíska forsætisráðherrann um óeðlileg afskipti af sakamáli hafa verið reknar úr flokki hans. 3. apríl 2019 07:45
Forsætisráðherra Kanada sagður hafa reynt að koma verkfræðistofu undan málaferlum Trudeau hafnar ásökununum. 11. febrúar 2019 22:46