Sækja raftæki og spilliefni í hverfi borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2019 13:42 Spillivagninn fór fyrst á kreik í haust. Fréttablaðið/Stefán Borgaryfirvöld ætla að senda svonefndan spillivagn um borgina í vor en honum er ætlað að safna raftækjum og spilliefnum til að auka magn úrgangs sem er meðhöndlaður með réttum hætti. Á annað tonn spilliefna safnaðist þegar vagninn var gerður út af örkinni í haust. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarbúar muni geta komið smærri raftækjum og spilliefnum í vagninn á ákveðnum stöðum í borginni og á ákveðnum tímum. Þjónustan sé viðbót við útgangsflokkun á endurvinnslustöðvum Sorpu. Tekið verður við rafhlöðum, rafgeymum, ljósaperum, hitamælum, málningu, grunnum, bóni, viðarvörn, lími, lakki, hreinsiefnum, lífreynum leysiefnum, stíflueyði, eitri, olíu, feiti og raftækjum innan við 15 kíló eða 20 lítra. Alls söfnuðust 1.638 kíló af spilliefnum í 177 ferðum spillivagnsins í haust. Ólöglegt er að handa spilliefnum í gráar tunnur undir blandaðan úrgang. Engu að síður segja borgaryfirvöld að ætla megi að um 150 tonnum af raftækjum og spilliefnum hafi verið hent og þau urðuð í Álfsnesi í fyrra. Raftæki innihaldi oft spilliefni en einnig verðmæti eins og sjaldgæf hráefni og nýtanlega hluti sem æskilegt sé að endurvinna og nýta í framleiðslu nýrra raftækja og annarra hluta.Voráætlun Spillivagnsins · Árbær – þriðjudaginn 7. maí kl. 15–20 við Árbæjarlaug. · Breiðholt – þriðjudaginn 23. apríl kl. 15–20 við Breiðholtslaug. · Bústaðir/Háleiti – þriðjudaginn 16. apríl kl. 15–20 við Austurver. · Grafarholt/Úlfarsárdalur – þriðjudaginn 30. apríl. kl 15-20 við grenndarstöð við Þjóðhildarstíg. · Grafarvogur – fimmtudaginn 9. maí kl. 15–20 við Spöngina. · Hlíðar– þriðjudaginn 11. apríl kl. 15–20 við Kjarvalsstaði. · Kjalarnes –fimmtudaginn 2. maí kl. 15–20 við grenndarstöð Vallargrund · Laugardalur – þriðjudaginn 9. apríl kl. 15–20 við Laugardalslaug · Miðborg – miðvikudaginn 17. apríl kl. 15–20 við Sundhöllina · Vesturbær – mánudaginn 24. apríl kl. 15–20 við Vesturbæjarlaug Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Borgaryfirvöld ætla að senda svonefndan spillivagn um borgina í vor en honum er ætlað að safna raftækjum og spilliefnum til að auka magn úrgangs sem er meðhöndlaður með réttum hætti. Á annað tonn spilliefna safnaðist þegar vagninn var gerður út af örkinni í haust. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarbúar muni geta komið smærri raftækjum og spilliefnum í vagninn á ákveðnum stöðum í borginni og á ákveðnum tímum. Þjónustan sé viðbót við útgangsflokkun á endurvinnslustöðvum Sorpu. Tekið verður við rafhlöðum, rafgeymum, ljósaperum, hitamælum, málningu, grunnum, bóni, viðarvörn, lími, lakki, hreinsiefnum, lífreynum leysiefnum, stíflueyði, eitri, olíu, feiti og raftækjum innan við 15 kíló eða 20 lítra. Alls söfnuðust 1.638 kíló af spilliefnum í 177 ferðum spillivagnsins í haust. Ólöglegt er að handa spilliefnum í gráar tunnur undir blandaðan úrgang. Engu að síður segja borgaryfirvöld að ætla megi að um 150 tonnum af raftækjum og spilliefnum hafi verið hent og þau urðuð í Álfsnesi í fyrra. Raftæki innihaldi oft spilliefni en einnig verðmæti eins og sjaldgæf hráefni og nýtanlega hluti sem æskilegt sé að endurvinna og nýta í framleiðslu nýrra raftækja og annarra hluta.Voráætlun Spillivagnsins · Árbær – þriðjudaginn 7. maí kl. 15–20 við Árbæjarlaug. · Breiðholt – þriðjudaginn 23. apríl kl. 15–20 við Breiðholtslaug. · Bústaðir/Háleiti – þriðjudaginn 16. apríl kl. 15–20 við Austurver. · Grafarholt/Úlfarsárdalur – þriðjudaginn 30. apríl. kl 15-20 við grenndarstöð við Þjóðhildarstíg. · Grafarvogur – fimmtudaginn 9. maí kl. 15–20 við Spöngina. · Hlíðar– þriðjudaginn 11. apríl kl. 15–20 við Kjarvalsstaði. · Kjalarnes –fimmtudaginn 2. maí kl. 15–20 við grenndarstöð Vallargrund · Laugardalur – þriðjudaginn 9. apríl kl. 15–20 við Laugardalslaug · Miðborg – miðvikudaginn 17. apríl kl. 15–20 við Sundhöllina · Vesturbær – mánudaginn 24. apríl kl. 15–20 við Vesturbæjarlaug
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira