Fanndís lék hundraðasta leikinn og stelpurnar koma taplausar heim frá Suður-Kóreu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 09:45 Rakel Hönnudóttir skoraði í báðum leikjunum í Suður-Kóreu. Getty/Eric Verhoeven Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu í morgun í seinni vináttuleik þjóðanna sem báðir fóru fram í Asíuríkinu. Rakel Hönnudóttir skoraði mark íslenska liðsins og skoraði því í báðum leikjunum en hún skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum sem vannst 3-2. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum en að þessu sinni spilaði hún í holunni fyrir aftan Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Rakel skoraði markið sitt á 22. mínútu og kom íslenska liðinu í 1-0 en þær suðurkóresku jöfnuðu metin á 28. mínútur. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Íslensku stelpurnar snúa því taplausar heim frá Kóreu en þær léku þessa leiki án nokkurra lykilmanna eins og fyrirliðans Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðans Sifjar Atladóttur. Íslenska liðið fékk aðeins eitt gult spjald í leiknum og það fékk landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson á 87. mínútu. Hann hefur nú stýrt íslenska liðinu í sex landsleikjum, unnið þrjá, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. Fanndís Friðriksdóttir leikur sinn hundraðasta landsleik í dag! Til hamingju Fanndís!#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/IT9GlPpD9n — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2019Fanndís Friðriksdóttir lék þarna sinn hundraðasta landsleik og spilaði í 76 mínútur áður hún fór af velli fyrir aðra hundrað leikja konu, Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum.Leikurinn endar með 1-1 jafntefli. Rakel Hönnudóttir skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/JbtMl2gSa9 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2019Byrjunarlið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Ingibjörg Sigurðardóttir (60., Ásta Eir Árnadóttir) Guðrún Arnardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir (70.,Andrea Mist Pálsdóttir) Sandra María Jessen (60., Selma Sól Magnúsdóttir) Rakel Hönnudóttir (70., Lára Kristín Pedersen) Fanndís Friðriksdóttir (76., Hallbera Guðný Gísladóttir) Berglind Björg ÞorvaldsdóttirByrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu!#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/mEMgqIONDi — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2019 Fótbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu í morgun í seinni vináttuleik þjóðanna sem báðir fóru fram í Asíuríkinu. Rakel Hönnudóttir skoraði mark íslenska liðsins og skoraði því í báðum leikjunum en hún skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum sem vannst 3-2. Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum en að þessu sinni spilaði hún í holunni fyrir aftan Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Rakel skoraði markið sitt á 22. mínútu og kom íslenska liðinu í 1-0 en þær suðurkóresku jöfnuðu metin á 28. mínútur. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Íslensku stelpurnar snúa því taplausar heim frá Kóreu en þær léku þessa leiki án nokkurra lykilmanna eins og fyrirliðans Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðans Sifjar Atladóttur. Íslenska liðið fékk aðeins eitt gult spjald í leiknum og það fékk landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson á 87. mínútu. Hann hefur nú stýrt íslenska liðinu í sex landsleikjum, unnið þrjá, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik. Fanndís Friðriksdóttir leikur sinn hundraðasta landsleik í dag! Til hamingju Fanndís!#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/IT9GlPpD9n — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2019Fanndís Friðriksdóttir lék þarna sinn hundraðasta landsleik og spilaði í 76 mínútur áður hún fór af velli fyrir aðra hundrað leikja konu, Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum.Leikurinn endar með 1-1 jafntefli. Rakel Hönnudóttir skoraði mark Íslands í fyrri hálfleik.#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/JbtMl2gSa9 — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2019Byrjunarlið Íslands í leiknum: Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður) Ingibjörg Sigurðardóttir (60., Ásta Eir Árnadóttir) Guðrún Arnardóttir Glódís Perla Viggósdóttir Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir (70.,Andrea Mist Pálsdóttir) Sandra María Jessen (60., Selma Sól Magnúsdóttir) Rakel Hönnudóttir (70., Lára Kristín Pedersen) Fanndís Friðriksdóttir (76., Hallbera Guðný Gísladóttir) Berglind Björg ÞorvaldsdóttirByrjunarlið Íslands gegn Suður Kóreu!#LeiðinTilEnglands#fyririsland#dottirpic.twitter.com/mEMgqIONDi — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 9, 2019
Fótbolti Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Sjá meira