Innlent

Ákærður fyrir brot gegn barni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness.
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot gegn stúlku þegar hún var á aldrinum 13 til 15 ára. Um er að ræða þrjú brot sem ákært er fyrir en málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Meint brot áttu sér stað á árunum 2014 til 2016 og áttu sér öll stað á heimili mannsins.

Brotið sem ákært er fyrir árið 2014 var með þeim hætti að karlmaðurinn áreitti stúlkuna kynferðislega með því að strjúka maga hennar innanklæða og niður undir buxnastreng hennar er hún lá með honum í sófanum í stofunni.

Brotið sem ákært er fyrir árið 2015 snýr að kynferðislegu tali sem manninum er gefið að sök að hafa viðhaft við stúlkuna, þá 14 ára. Ræddi hann um kynlíf og kynlífstæki og með þeim hætti að særði blygðunarsemi hennar, segir í ákæru.

Að lokum er maðurinn sakaður um að hafa í ágúst 2016, þegar stúlkan var 15 ára, áreitt hana kynferðislega með því að leggjast upp í rúm til hennar, strjúka um hárið og lærið og viðhafa kynferðislegt tal við hana um sjálfsfróun og þannig særa blygðunarsemi hennar.

Brotin varða ýmsar greinar almennra hegningarlaga og barnaverndarlaga. Viðurlög við brotunum eru ólík en nema allt að sex ára fangelsi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×