Fótbolti

Tíunda tímabilið í röð sem Messi skorar 40 mörk eða meira

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi er kominn með 41 mark í öllum keppnum á tímabilinu.
Messi er kominn með 41 mark í öllum keppnum á tímabilinu. vísir/getty
Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á Espanyol í grannaslag í spænsku úrvalsdeildinni í gær.



Argentínumaðurinn er kominn með 41 mark í öllum keppnum í vetur. Þetta er tíunda tímabilið í röð þar sem Messi skorar 40 mörk eða meira.

Enn eru um tveir mánuðir eftir af tímabilinu og Messi getur því bætt enn fleiri mörkum við. Hann vantar aðeins fjögur mörk til að jafna markafjölda sinn frá síðasta tímabili.

Messi er langmarkahæstur í spænsku deildinni með 31 mark, 13 mörkum meira en næsti maður (Luis Suárez). Hann hefur skorað tvö mörk í spænsku bikarkeppninni og átta mörk í Meistaradeild Evrópu.

Besta tímabil Messi var 2011-12 þegar hann skoraði 73 mörk í öllum keppnum. Tímabilið 2012-13 skoraði hann 60 mörk.

Barcelona er með tíu stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar og stefnir hraðbyri að öðrum meistaratitlinum í röð.










Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×