Erlent

Grínisti talinn sigurstranglegastur í úkraínsku forsetakosningunum

Zelenskíj greiddi atkvæði í Kænugarði í morgun.
Zelenskíj greiddi atkvæði í Kænugarði í morgun. Vísir/EPA
Kjörstaðir í Úkraínu opnuðu í morgun en fyrsta umferð forsetakosninga fer fram þar í dag. Volodymyr Zelenskíj, gamanleikari, er talinn líklegastur til sigurs af þeim þremur frambjóðendum sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika.Petró Porósjenkó, sitjandi forseti Úkraínu, sækist eftir endurkjöri en þeir Zelenskí og Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra, eru talin munu bítast um embættið. Þau eru almennt fylgjandi auknu samstarfi við Evrópu. Enginn frambjóðandi sem er hallur undir Rússland er talinn munu blanda sér í baráttuna.Zelenskíj er 41 árs gamall og er þekktastur fyrir að leika í gamanþáttum í sjónvarpi. Skoðanakannanir benda til þess að hann hafi afgerandi forskot á Porósjenkó og Tímósjenkó. Hann myndi jafnframt sigra í seinni umferð gegn hvoru þeirra sem er, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.Nái enginn frambjóðandi meira en helmingi atkvæða verður kosið á milli þeirra tveggja efstu í annarri umferð kosninganna 21. apríl.


Tengdar fréttir

Grínisti mælist langvinsælastur

Þegar rúmar tvær vikur eru í forsetakosningar í Úkraínu mælist grínistinn og leikarinn Vol­odíjmíjr Selenskíj með mest fylgi. Selenskíj hefur áður leikið hlutverk forseta Úkraínu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.