Fótbolti

Freyr: Ekki kjöraðstæður en stjórnum því sem við getum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar
Ísland hefur í kvöld leik í undankeppni EM 2020 þegar okkar menn mæta Andorra ytra. Handan við hornið bíða heimsmeistararnir en strákarnir mæta Frökkum í París á mánudagskvöldið.

Eins og gefur að skilja þá hefur sá tími sem þjálfararnir hafa haft með leikmönnum í vikunni farið í að undirbúa leik kvöldsins. En tíminn til að undirbúa þá fyrir leikinn gegn Frökkum er afar naumur, sérstaklega þar sem liðið þarf að taka sér ferðadag á morgun.

„Strax eftir leikinn gegn Andorra hefst undirbúningur með því að borða rétt og endurheimta strax. Við höfum skipulagt það þannig að við erum ekki að rjúka af stað strax næsta morgun því svefn er dýrmætasta endurheimtin,“ sagði Freyr í viðtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Peralada á Spáni á miðvikudag.

„Við munum svo æfa fljótlega eftir hádegi og komum okkur svo í rólegheitum til Barcelona, þar sem við munum borða kvöldmat og fljúga svo til Parísar.“

Hann segir að þetta sé ekkert nýtt fyrir íslenska landsliðið og þjálfarateymið. Það séu allir vel undirbúnir fyrir þetta ferli.

„En þetta eru ekki kjöraðstæður. Við vildum vera með einkaflugvél frá Andorra en það er bara ekki gerlegt. Við stjórnum því bara því sem við getum stjórnað og gerum það eins vel og við getum.“

Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×