Freyr: Langt síðan að leikmenn voru í jafn góðu ástandi og nú Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 13:00 Freyr Alexandersson segir að það sé orka og hungur í leikmönnum íslenska landsliðsins sem leikur gegn Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 á föstudag. Freyr er ánægður með ástand leikmanna. „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Leikmenn komu í mjög góðu ástandi, því langbesta síðan að Erik Hamren tók til starfa hjá KSÍ. Ég hef verið lengur í kringum liðið og ég held að það sé langt síðan að leikmennirnir voru í svona góðu ástandi,“ sagði Freyr í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Peralada á Spáni í morgun. „Við vorum líka heppnir að því leyti að fáir voru að spila á sunnudag og komu því ferskir til okkar á mánudaginn.“ „Það er orka í hópnum og hungur líka. Það hlakkar öllum til að mæta og spila þennan leik á föstudag.“ Freyr sagði að sú breyting sem þurfti að gera á íslenska hópnum vegna meiðsla Björns Bergmanns Sigurðarsonar en Viðar Örn Kjartansson kom inn í hans stað. „Það breytti litlu í okkar undirbúningi. Þeir eru ólíkar týpur þó svo að báðir séu framherjar. Viðar hentar okkur mjög vel gegn Andorra og Björn hefði hentað gríðarlega vel á móti Frakklandi. Það eru smá áherslubreytingar sem þetta útheimtir en ekkert stórvægilegt.“Landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson.vísir/gettySkerpa það sem við gerum vel Ísland ætlar sér í lokakeppni EM 2020 en Freyr segir að skilaboð þjálfaranna til leikmanna hafi verið skýr í aðdraganda nýrrar undankeppni. „Við viljum sækja í það sem við stöndum fyrir, fyrst og fremst. Við viljum skerpa það sem við erum góðir í og vera vel meðvitaðir um hverjir veikleikar andstæðinganna eru og gera það sem við getum til að meiða þá.“ „En við höfum líka lagt í ákveðna grunnvinnu um það sem við viljum standa fyrir í þessari keppni og hvernig við viljum spila. Það er góð dínamík í hópnum þessa dagana.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Freyr Alexandersson segir að það sé orka og hungur í leikmönnum íslenska landsliðsins sem leikur gegn Andorra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 á föstudag. Freyr er ánægður með ástand leikmanna. „Undirbúningurinn hefur gengið gríðarlega vel. Leikmenn komu í mjög góðu ástandi, því langbesta síðan að Erik Hamren tók til starfa hjá KSÍ. Ég hef verið lengur í kringum liðið og ég held að það sé langt síðan að leikmennirnir voru í svona góðu ástandi,“ sagði Freyr í samtali við Vísi fyrir æfingu íslenska liðsins í Peralada á Spáni í morgun. „Við vorum líka heppnir að því leyti að fáir voru að spila á sunnudag og komu því ferskir til okkar á mánudaginn.“ „Það er orka í hópnum og hungur líka. Það hlakkar öllum til að mæta og spila þennan leik á föstudag.“ Freyr sagði að sú breyting sem þurfti að gera á íslenska hópnum vegna meiðsla Björns Bergmanns Sigurðarsonar en Viðar Örn Kjartansson kom inn í hans stað. „Það breytti litlu í okkar undirbúningi. Þeir eru ólíkar týpur þó svo að báðir séu framherjar. Viðar hentar okkur mjög vel gegn Andorra og Björn hefði hentað gríðarlega vel á móti Frakklandi. Það eru smá áherslubreytingar sem þetta útheimtir en ekkert stórvægilegt.“Landsliðsþjálfararnir Erik Hamrén og Freyr Alexandersson.vísir/gettySkerpa það sem við gerum vel Ísland ætlar sér í lokakeppni EM 2020 en Freyr segir að skilaboð þjálfaranna til leikmanna hafi verið skýr í aðdraganda nýrrar undankeppni. „Við viljum sækja í það sem við stöndum fyrir, fyrst og fremst. Við viljum skerpa það sem við erum góðir í og vera vel meðvitaðir um hverjir veikleikar andstæðinganna eru og gera það sem við getum til að meiða þá.“ „En við höfum líka lagt í ákveðna grunnvinnu um það sem við viljum standa fyrir í þessari keppni og hvernig við viljum spila. Það er góð dínamík í hópnum þessa dagana.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30 Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27 Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15 Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23 Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Hamren gerir upp haustið: Margir sögðu mér að þetta væri ómögulegt starf Erik Hamren hefur enn sömu trú á því að Ísland geti áfram náð góðum árangri á alþjóðavettvangi knattspyrnunnar, rétt eins og hann gerði þegar hann tók við starfi landsliðsþjálfara í haust. 20. mars 2019 09:30
Viðar Örn kallaður inn í A-landsliðið Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í hóp Íslands fyrir leiki liðsins gegn Andorra og Frakklandi en þetta eru tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020. 19. mars 2019 13:27
Djúpur skurður þýðir að Björn Bergmann er úr leik Björn Bergmann Sigurðarson er á heimleið og verður ekki með Íslandi í landsleikjunum á móti Andorra og Frakklandi. 20. mars 2019 10:15
Freyr: Við höfum trú á því að við getum unnið riðilinn Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Erik Hamrén hjá íslenska landsliðinu, fór yfir undankeppni EM 2020 á blaðamannafundi. 14. mars 2019 13:23
Hamren: Þessi gullkynslóð á mörg ár eftir Erik Hamren veit vel hvað þarf að gerast til að Ísland komist á EM 2020 - byrja að vinna leiki. 19. mars 2019 20:00