Fótbolti

Freyr: Aron spilar ef hann verður 100 prósent klár

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði á góðan möguleika á að ná leiknum gegn Andorra í undankeppni EM 2020 á föstudag, þrátt fyrir að leikurinn fari fram á gervigrasi og handan við hornið sé leikur gegn heimsmeisturum Frakklands á útivelli.Þetta segir Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sem segir að Aron Einar sé á góðum stað eftir að hafa jafnað sig á meiðslum síðasta árs.Sjá einnig: Langt síðan að leikmenn voru í jafn góðu ástandi og nú„Hann er búinn að spila mikið og æfir meira en áður. Honum líður vel og er hungraður að koma og spila fyrir landsliðið. Við tökum einn leik fyrir einu en ef Aron Einar verður 100 prósent klár þa´spilar hann,“ sagði Freyr en ákvörðun um það verður tekin eftir æfingu íslenska landsliðsins á gervigrasvellinum í Andorra á fimmtudag.„Það verður engin áhætta tekin. Gervigrasið er ekki ónýtt en það verður samt að leyfa mönnum að fara inn á þennan völl og sjá hvort að það sé gerlegt fyrir þá að spila á honum.“Leikur Andorra og Íslands fer fram á morgun klukkan 19.45 og verður fyrsti leikur liðanna í undankeppni EM 2020.Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.