Fjórfalt meira af kókaíni í frárennslivatni í Reykjavík og miklu fleiri kókaínfíklar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 10:51 Valgerður Árnadóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. Vísir/Getty Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“ Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur fjórfaldast á tveimur árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Yfirlæknir á Vogi segir niðurstöðurnar endurspegla mikla fjölgun innlagna kókaínfíkla á sjúkrahúsið en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræðum hefur undanfarin ár tekið þátt í rannsókn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn en RÚV greindi fyrst frá rannsókninni íslenskra miðla í byrjun vikunnar. Tekin voru sýni úr frárennslivatni í sjötíu borgum í Evrópu, þar á meðal á tveimur stöðum í Reykjavík í mars í fyrra.Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að magn kókaíns í frárennslivatni í Reykjavík hefur rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Árið 2018 mældust 478,5 mg af kókaíni í frárennslivatni á hverja þúsund íbúa á dag miðað við 100,6 mg árið 2016. Styrkurinn mældist hærri í aðeins ellefu borgum.Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurÞá var Reykjavík í öðru sæti yfir styrk amfetamíns í frárennslivatni en aðeins mældist meira magn efnisins í borginni Saarbrucken í Þýskalandi. Reykjavík var einnig ofarlega á lista yfir styrk metamfetamíns og MDMA í frárennslivatni en öllu minna magn af efnunum mælist þó almennt í vatninu en í tilfelli kókaíns og amfetamíns.Miklu fleiri neyta kókaíns en tölur yfir fíkla sýna Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir þessa aukningu kókaíns í frárennslivatni koma heim og saman við þróun innlagna á sjúkrahúsið. „Þetta helst alveg nákvæmlega í hendur við það sem við það sem við sjáum af fjölda þeirra sem hafa verið að koma til okkar,“ segir Valgerður og vísar í tölur yfir innritanir kókaínfíkla á Vog árin 1991-2018. Af þeim sést að síðustu fjögur ár hefur innritunum vegna kókaínfíknar fjölgað gríðarlega. Árið 2013 voru þær til að mynda rétt rúmlega 200 en árið 2018 rúmlega 700.Mynd/SÁÁNeyslumynstrið ekki á yfirborðinu Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Vísi að erfitt sé að draga ályktun um tengsl kókaíninnflutnings, sem er töluverður í gegnum Keflavíkurflugvöll, og niðurstöður rannsóknarinnar – sem benda vissulega til aukinnar kókaínneyslu á Íslandi. „Þetta er neyslumynstur sem er ekki á yfirborðinu, þ.e.a.s. þegar fólk notar fíkniefni. Auðvitað má ætla að þetta geti gefið ákveðnar vísbendingar en að öðru leyti hef ég ekki nægar upplýsingar til að tjá mig um það frekar,“ segir Ólafur. „Það er auðvitað forvitnilegt að skoða hversu margir eru stoppaðir en þau fíkniefnamál sem koma upp í flugstöðinni og annars staðar ganga aðeins í bylgjum þannig að það er ekki alltaf hægt að setja beint samhengi þar á milli.“
Heilbrigðismál Lyf Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira