Erlent

Cambridge-háskóli afturkallar boð til Jordans Peterson

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina.
Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina. Vísir/vilhelm

Hæstráðendur við Cambridge-háskóla á Bretlandseyjum hafa afturkallað boð til Jordans Peterson, sálfræðiprófessors, um að vera gestakennari við skólann eftir að nemendur og ýmsir kennarar létu í ljós óánægju sína með tilhögunina.

Kanadíski sálfræðiprófessorinn, sem þekktur er fyrir sjálfshálparbókina Tólf lífsreglur – mótefni við glundroða (2018) og fyrirlestrana sína á Youtube, kom til Íslands síðasta sumar og hélt fyrirlestur fyrir landsmenn í Hörpu.

Til stóð að kanadíski sálfræðiprófessorinn yrði hjá Cambridge-háskóla í haust til að gegna stöðu gestaprófessors við skólann. Peterson sagði við fylgjendur sína á Youtube-rásinni sinni að því fylgdi mikil spenna að hafa fengið boð sem þetta, sér í lagi fyrir einhvern sem væri jafn „akademískt þenkjandi“ og hann sjálfur.

Talsmenn háskólans segja að ástæðan fyrir því að boðið hefði verið afturkallað sé vegna þess að Cambridge-háskóli vilji áfram bjóða nemendum upp á umhverfi þar sem allir fái notið sín eða svokallað „inclusive environment“ eins það er kallað á ensku.

Hinn virti Cambridge-háskóli á Bretlandseyjum. Vísir/getty

„Við ætlumst til þess af starfsfólkinu okkar og gestakennurum að virða reglur okkar og stefnu. Þetta er ekki staður fyrir þá sem ekki geta séð sér fært um að gera það.“

Nemendafélag Cambridge-háskólans sagði í yfirlýsingu:

„Okkur var það mikill léttir að heyra að boð Jordans Peterson um að gerast gestakennari við Cambridge-háskóla, hefði verið afturkallað að lokinni nánari athugun. Það er pólitískt í sjálfu sér að tengja nafn háskólans við verk prófessorsins með boði um aðstöðu við skólann. Slíkt veitir fígúrum á borð við Peterson ákveðið lögmæti.“

Nemendafélagið sagði þá einnig að höfundarverk Petersons og hans sjónarmið endurspegluðu ekki að neinu leyti viðhorf nemenda og fræðasamfélagsins. Þvert á móti væru sjónarmið Petersons á skjön við Cambridge-háskóla og nemendafélagið telur að heimsókn Petersons hefði ekki neitt gildi fyrir háskólann.

Dr. Anna Judson, prófessor við háskólann, segir í tísti að hún sé fegin að heyra að boðið hafi verið afturkallað en hún veltir vöngum yfir því hvers vegna honum hafi yfir höfuð staðið til boða að gerast gestakennari við skólann.

Annar prófessor við háskólann, Dr. Priyamvada Gopal, segir á sama vettvangi að svo virtist sem að við háskólann væru ekki nógu margir spekingslegir, valdsmannslegir, hvítir karlmenn sem vita betur en allir aðrir. Það þyrfti sækja þá út fyrir landsteinana og flytja þá inn.


Tengdar fréttir

Jordan Peterson: Að segja sannleikann eða láta það óátalið og bíða skilnaðarins

Jordan Peterson fjallar um sannsögli og fer yfir dýpri merkingar þess að vera heiðarlegur, ekki síst gagnvart sjálfum sér, í 8. kafla bókarinnar 12 Lífsreglur - Mótefni við glundroða. Peterson, sem er klínískur sálfræðingur og prófessor í sálfræði, fór yfir atriði tengd hinni svokölluðu „lífslygi“ í viðtali Íslandi í dag.

Jordan Peterson: Við brjótum niður þrautseigju barna með því að vernda þau

Uppeldi barna kemur víða við sögu í bók Jordan Peterson, Tólf lífsreglur - Mótefni við glundroða. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld útskýrir Peterson hvers vegna það skaðar börn að vernda þau. Þau þurfi fyrst og fremst hvatningu. Hann segir margar vísbendingar um að foreldrar nútímans ofverndi börn sín í ríkum mæli.

Höfðar ekki bara til karla í tilfinningakreppu

Sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson er gríðarlegra vinsæll en umdeildur, jafnvel hataður. Í síðustu viku varð allt brjálað þegar haft var eftir honum að útvega þyrfti ungum körlum konur svo þeir yrðu til friðs. Hann segir þetta alrangt og kannast ekki við að boðskapur hans sé sniðinn að ráðvilltum og andlega dælduðum karlmönnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.