Fótbolti

United ætlar að borga hluta miðaverðs stuðningsmanna á Nou Camp

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nou Camp í Barcelona
Nou Camp í Barcelona vísir/getty

Manchester United ætlar að greiða hluta miðaverðs stuðningsmanna á leik liðsins við Barcelona á Nývangi í Meistaradeild Evrópu.

United sagði í vikunni að stuðningsmenn þeirra þyrftu að greiða hækkað miðaverð á leik Barcelona og Manchester United þann 16. apríl næst komandi.

Vegna þess ætlar félagið að hækka miðaverðið á miðum stuðningsmanna Barcelona á fyrri leiknum á Old Trafford. Í stað þess að miðinn kosti 75 pund eins og hann hefði gert ætlar United að hækka verðið í 102 pund, sem er það sama og Barcelona rukkar fyrir miðana hjá sér.

Peningurinn sem kemur aukalega inn í kassann hjá United vegna þessa mun United nota til þess að greiða mismuninn á verðinu á miðum stuðningsmannanna sem ætla til Spánar að styðja liðið.

Barcelona sagði að verðstefnan hafi verið eins undanfarið verðið sé það sama og í síðustu leikjum í útsláttarkeppninni. Þá borgi allir sama verð, stuðningsmenn Barcelona og gestaliðanna, nema ársmiðahafar sem fá lægra verð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.