Fótbolti

Andri Lucas ískaldur á vítapunktinum | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri Lucas hefur skorað átta mörk fyrir U-17 ára landsliðið.
Andri Lucas hefur skorað átta mörk fyrir U-17 ára landsliðið. vísir/getty
Andri Lucas Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar íslenska U-17 ára landsliðið í fótbolta gerði 3-3 jafntefli við Þýskaland í milliriðli undankeppni EM 2019 í dag.

Þjóðverjar komust þrisvar yfir í leiknum en Andri Lucas jafnaði í öll skiptin og sá til þess að íslenska liðið náði í dýrmætt stig. Ísland er á toppi riðilsins með fjögur stig. Íslendingar mæta Hvít-Rússum í lokaleik sínum í milliriðli á þriðjudaginn.

Þýskaland náði forystunni strax á 6. mínútu en Andri Lucas jafnaði tólf mínútum síðar. Þjóðverjar komust aftur yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og þeir leiddu, 2-1, þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Á 50. mínútu fékk Ísland vítaspyrnu. Andri Lucas fór á punktinn og skoraði af öryggi. Þýskaland komst yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en þremur mínútum síðar fékk Ísland annað víti. Aftur steig Andri Lucas fram og skoraði sitt þriðja mark. Vítamörk Andra Lucasar má sjá hér fyrir neðan.





Andri Lucas, sem er á mála hjá Real Madrid, hefur alls skorað átta mörk í 15 leikjum fyrir U-17 ára landsliðið. Hann hefur einnig skorað tvö mörk í fimm leikjum fyrir U-19 ára landsliðið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×