Fótbolti

Andri Lucas með þrennu gegn Þjóðverjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir eru í góðri stöðu í milliriðlinum.
Íslensku strákarnir eru í góðri stöðu í milliriðlinum. mynd/ksí
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði öll mörk íslenska U-17 ára landsliðsins sem gerði 3-3 jafntefli við Þýskaland í dag.

Þetta var annar leikur Íslands í milliriðli undankeppni EM 2019. Íslendingar unnu Slóvena, 2-1, í fyrsta leik sínum og eru með fjögur stig á toppi riðilsins.

Ísland er því í góðri stöðu til að komast í lokakeppni EM sem fer fram á Írlandi í maí. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í lokaleik sínum í milliriðlinum á þriðjudaginn.

Þjóðverjar komust þrisvar sinnum yfir í leiknum í dag en Andri Lucas jafnaði í öll skiptin. Tvö marka hans komu af vítapunktinum.

Byrjunarlið Íslands í leiknum í dag má sjá hér fyrir neðan.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×