Íslenski boltinn

22 leikir sýndir beint í fyrstu sjö umferðum PepsiMax deildar karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar síðustu tvö ár og þeir spila setningarleik PepsMax deildar karla í ár.
Valsmenn hafa orðið Íslandsmeistarar síðustu tvö ár og þeir spila setningarleik PepsMax deildar karla í ár. Vísir/Bára
PepsiMax deild karla í fótbolta hefst eftir aðeins 32 daga og nú er komið á hreint hvaða leikir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í fyrstu sjö umferðunum.

Kvöldið fyrir fyrsta leik verður upphitunarþáttur PepsiMaxMarkanna þar sem liðin tólf verða kynnt til leiks og álitsgjafar spá fyrir um lokastöðuna. Hörður Magnússon sér um PepsiMaxMörkin í ár eins og áður en álitsgjafarnir verða síðan kynntir á næstunni.

Alls verða 22 leikir sýndir beint í fyrstu sjö umferðunum þar af verða sjö leikir í beinni í fyrstu tveimur umferðunum.

Fjörið byrjar allt föstudagskvöldið 26. apríl þegar Íslandsmeistarar Vals fá Víkinga í heimsókn á Hlíðarenda. Sá leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport sem og tveir leikir daginn eftir. Leikur FH við nýliða HK verður þá sýndur sem og stórleikur Stjörnunnar og KR.

Nýliðar Skagamanna hafa verið í miklu stuði á undirbúningstímabilinu og þeir verða mikið í beinni í fyrstu umferðunum. Leikur ÍA í fyrstu umferð verður reyndar ekki sýndur beint en leikir Skagaliðsins í næstu fimm umferðum eftir það verða allir í beinni.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða leikir verða sýndir beint í upphafi sumar sem og hvenær PepsiMaxMörkin verða á dagskrá eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Beinar útsendingar Stöðvar 2 Sport frá PepsiMaxdeildinni:

1.umferð

26.apríl föstudagur kl.20.00 Valur – Víkingur

27.apríl laugardagur kl. 16.00 FH – HK

27.apríl laugardagur kl.20.00 Stjarnan – KR

2.umferð

4.maí laugardagur kl. 16.00 HK – Breiðablik

5.maí sunnudagur kl.17.00  KR – ÍBV

5.maí sunnudagur kl.19.15 Fylkir – ÍA

6.maí mánudagur kl.19.15 Víkingur – FH

3.umferð

10.maí föstudagur kl.19.15 Stjarnan – HK

11.maí laugardagur kl.20.00 Valur – ÍA

12.maí sunnudagur kl.19.15 KR – Fylkir

4.umferð

15.maí miðvikudagur kl.19.15 ÍA – FH

16.maí fimmtudagur kl.19.15 Grindavík – KR

5.umferð

19.maí sunnudagur kl.16.00 ÍBV – Víkingur

19.maí sunnudagur kl.17.00 Stjarnan – KA

19.maí sunnudagur kl.19.15 Breiðablik – ÍA

20.maí mánudagur kl.19.15 FH – Valur

6.umferð

25.maí laugardagur kl.16.00 HK – Grindavík

26.maí sunnudagur kl.17.00 ÍA – Stjarnan

26.maí sunnudagur kl.19.15 Valur – Breiðablik

7.umferð

1.júní laugardagur kl.14.00 Grindavík – Víkingur

2.júní sunnudagur kl.17.00 Breiðablik – FH

2.júní sunnudagur kl.19.15 Stjarnan – ValurPepsiMaxMörkin


Upphitunarþáttur

25.apríl fimmtudagur kl.21.15

1.umferð

28.apríl sunnudagur kl.21.15

2.umferð

6.maí mánudagur kl. 22.00

3.umferð

12.maí sunnudagur kl.21.15

4.umferð

16.maí fimmtudagur kl.21.15

5.umferð

20.maí mánudagur kl. 21.15

6.umferð

26.maí sunnudagur kl.21.15

7.umferð

2.júní sunnudagur kl.21.15
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.