Deschamps ræddi ekki við Mbappe um dýfuna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 14:15 Kylian Mbappe liggur í grasinu í leiknum gegn Moldóvu á föstudag. Vísir/Getty Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Ungstirnið Kylian Mbappe, sem er nú sterklega orðaður við Real Madrid, verður væntanlega í eldlínunni þegar heimsmeistarar Frakka taka á móti íslenska liðinu í undankeppni EM 2020 í kvöld en leikurinn fer fram á Stade de France í París. Bæði lið unnu fyrstu leiki sína í undankeppninni - Ísland lagði Andorra að velli, 2-0, og Frakkar unnu öruggan 4-1 sigur á Moldóvu. Mbappe fékk áminningu í leiknum fyrir leikaraskap en hann lét sig falla í teig Moldóvu eftir að hafa reynt að komast framhjá markverði liðsins. Nokkrum dögum áður hafði hann verið gagnrýndur fyrir að láta sig falla í grasið með miklum tilþrifum í leik með liði sínu, PSG, gegn Marseille. Bæði Hugo Lloris, landsliðsfyrirliði, og Didier Deschamps þjálfari voru spurðir út í Mbappe á blaðamannafundi franska liðsins í gær. „Við vitum allir hversu miklum gæðum Mbappe býr yfir. Hann er frábær leikmaður en enn ungur. Hann hefur þroskast og ber virðingu fyrir félögum sínum og liðunum - PSG og franska landsliðinu,“ sagði Lloris án þess að fara nánar út í þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Hann er metnaðarfullur og eðlilegt að hann sé undir smásjánni. Hann á margt eftir óunnið á sínum ferli og við ætlum að hjálpa honum eins og við getum.“ Deschamps var spurður hvort að hann hefði rætt sérstaklega við Mbappe eftir leikinn á föstudag og var svarið einfalt: „Ég sagði ekkert við hann. Ég ræði við leikmenn þegar þess þarf en ég hafði ekkert sérstakt að segja við hann. Ég hef ekkert að segja um þetta.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10 Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00 Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30 Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30 Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Deschamps: Íslendingar gefast aldrei upp Didier Deschamps segir að Frakkar ætli að spila betur gegn Íslandi á morgun en síðast þegar liðin mættust. 24. mars 2019 18:10
Lloris: Þurfum að passa vel upp á Gylfa Hugo Lloris landsliðsfyrirliði Frakklands sat fyrir svörum blaðamanna á Stade de France í dag. 24. mars 2019 19:00
Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM Það greinilega mjög gaman á æfingum franska landsliðsins sem er að undirbúa sig fyrir leiki á móti Moldóvu og Íslandi. 21. mars 2019 22:30
Frakkar skoruðu fjögur í Moldavíu Heimsmeistarar Frakka buðu upp á markaveislu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020 þegar þeir sóttu Moldavíu heim. 22. mars 2019 22:30