Fótbolti

Frakkarnir fagna mörkunum sínum á æfingum eins og þeir séu á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappé fagnaði markinu á æfingunni eins og hann þegar hann skoraði í úrslitaleik HM í Rússlandi sumarið 2018.
Kylian Mbappé fagnaði markinu á æfingunni eins og hann þegar hann skoraði í úrslitaleik HM í Rússlandi sumarið 2018. Getty/Ian MacNicol
Heimsmeistarar Frakka spila á morgun sinn fyrsta leik í undankeppni EM þegar þeir mæta Moldóvu á útivelli. Þremur dögum síðar koma strákarnir okkar í heimsókn á Stade de France.

Það má búast við því að Frakkarnir horfi á þessa tvo fyrstu leiki sem skyldusigra en Moldóva á að vera slakasta lið riðilsins ásamt Andorra og leikurinn á móti Íslandi er fyrstu heimaleikurinn.

Það er mikil keppni um sæti í byrjunarliði Frakka enda enginn smá leikmannahópur sem Didier Deschamps getur valið úr.

Þetta sést kannski á því hvernig frönsku leikmennirnir fagna mörkum á æfingum eins og sjá má hér fyrir neðan í myndbandi inn á Instagram síðu franska landsliðsins.







Kylian Mbappé sést þar skora mark sem tryggir hans liði sigur í leik á lítil mörk.

Það er ekki aðeins Mbappé sem fagnar markinu eins og mark í úrslitaleik HM heldur eru félagar hans ekki síður ánægðir með markið og sigurinn.

Í myndbandinu má sjá menn eins og Paul Pogba, Antoine Griezmann og Olivier Giroud fagna markinu með Kylian Mbappé.

Ef Frakkarnir fagna mörkum sínum svona á æfingum er rétt hægt að ímynda sér hvernig þeir munu fagna mörkum sínum á móti Moldóvu og Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×