Enski boltinn

Neymar í viðræðum við PSG um nýjan samning

Neymar verður að öllum líkindum áfram í Frakklandi.
Neymar verður að öllum líkindum áfram í Frakklandi. vísir/getty
Neymar á í viðræðum við PSG um að framlengja samning sinn við franska stórliðið en þetta staðfesti faðir hans við fjölmiðla.

Brassinn hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu frá því að hann gekk í raðir liðsins sumarið 2017 fyrir litlar 198 milljónir punda frá Barcelona.

Real Madrid hefur verið nefnt í því samhengi en svo virðist vera að hann sé ekkert á förum því faðir hans sagði í samtali við fjölmiðla að nú ættu þau í viðræðum um framlengingu á samningnum.

„Það hafa verið sögusagnir um Neymar frá því að hann var sautján ára og spilaði sinn fyrsta leik. Neymar hefur skipt um lið tvisvar á ferlinum og líkurnar á því að hann fari ekki eru mjög háar,“ sagði Sr. Neymar við UOL.

„Hann er á sínu öðru ári af samningnum sínum og það eru enn þrjú ár eftir af samningnum. Við erum þrátt fyrir það að ræða um nýjan samning.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×