Samþykkja umdeild höfundarréttarlög Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2019 13:32 Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. WPA/PATRICK SEEGER Evrópuþingið hefur samþykkt umdeild höfundarréttarlög sem gagnrýnendur segja að muni gerbreyta eðli internetsins. Lögin fela í sér að tæknifyrirtæki séu ábyrg fyrir því að notendur þeirra hlaði höfundarréttarvörðu efni upp á vefinn. 348 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 278 greiddu atkvæði gegn þeim. Tónlistarfólk, fjölmiðlafyrirtæki og aðrir efnishöfundar segja lögin geta bætt stöðu þeirra á netinu en samkvæmt BBC segja aðrir að lögin muni ganga frá efni hefðbundinna notenda. Stærstu tæknifyrirtæki heims, eins og Google og Facebook eru andvíg lögunum.Lögunum var síðast breytt árið 2001 og það hefur tekið þó nokkrar tilraunir og breytingar til að koma lögunum í gegnum Evrópuþingið. Nú þurfa stök aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja lögin. Geri þau það hafa þau tvö ár til að koma þeim í gildi. Tvö ákvæði laganna eru hvað umdeildust. Annað felur í sér að fyrirtæki sem reka leitarvélar og fréttaveitur þurfa að greiða fjölmiðlum fyrir að nota fréttir og efni þeirra. Hitt ákvæðið segir að tæknifyrirtæki séu ábyrg deili notendur þeirra höfundarréttarvörðu efni. Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. Þá eru svokölluð „meme“ myndir og stutt myndbönd undanskilin lögunum en óljóst er hvernig hægt sé að útfæra þá undanþágu. Því hafa lögin verið kennd við að þau muni ganga frá meme-um dauðum, ef svo má að orði komast. Forsvarsmenn Google sögðu í janúar að ef lögin yrðu samþykkt gæti fyrirtækið þurft að aftengja fréttahluta leitarvélar þeirra í Evrópu. Evrópusambandið Facebook Google Tækni Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Evrópuþingið hefur samþykkt umdeild höfundarréttarlög sem gagnrýnendur segja að muni gerbreyta eðli internetsins. Lögin fela í sér að tæknifyrirtæki séu ábyrg fyrir því að notendur þeirra hlaði höfundarréttarvörðu efni upp á vefinn. 348 þingmenn greiddu atkvæði með lögunum og 278 greiddu atkvæði gegn þeim. Tónlistarfólk, fjölmiðlafyrirtæki og aðrir efnishöfundar segja lögin geta bætt stöðu þeirra á netinu en samkvæmt BBC segja aðrir að lögin muni ganga frá efni hefðbundinna notenda. Stærstu tæknifyrirtæki heims, eins og Google og Facebook eru andvíg lögunum.Lögunum var síðast breytt árið 2001 og það hefur tekið þó nokkrar tilraunir og breytingar til að koma lögunum í gegnum Evrópuþingið. Nú þurfa stök aðildarríki Evrópusambandsins að samþykkja lögin. Geri þau það hafa þau tvö ár til að koma þeim í gildi. Tvö ákvæði laganna eru hvað umdeildust. Annað felur í sér að fyrirtæki sem reka leitarvélar og fréttaveitur þurfa að greiða fjölmiðlum fyrir að nota fréttir og efni þeirra. Hitt ákvæðið segir að tæknifyrirtæki séu ábyrg deili notendur þeirra höfundarréttarvörðu efni. Andstæðingar laganna segja það fela í sér mikil fjárútlát og þróun flókins hugbúnaðar við að greina og fjarlægja efni sem er höfundarréttarvarið. Það gæti leitt til aukinnar fákeppni á mörkuðum þar sem eingöngu stærstu fyrirtækin hafi burði til að fylgja lögunum. Þá eru svokölluð „meme“ myndir og stutt myndbönd undanskilin lögunum en óljóst er hvernig hægt sé að útfæra þá undanþágu. Því hafa lögin verið kennd við að þau muni ganga frá meme-um dauðum, ef svo má að orði komast. Forsvarsmenn Google sögðu í janúar að ef lögin yrðu samþykkt gæti fyrirtækið þurft að aftengja fréttahluta leitarvélar þeirra í Evrópu.
Evrópusambandið Facebook Google Tækni Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira