Innlent

Tekist hefur að stöðva útbreiðslu mislinga

Jakob Bjarnar skrifar
Það borgar sig að bólusetja við mislingum. Engin ný tilfelli mislingasmits hafa greinst á undanförnum dögum.
Það borgar sig að bólusetja við mislingum. Engin ný tilfelli mislingasmits hafa greinst á undanförnum dögum. Nordicphotos/Getty
Svo virðist sem tekist hafi að komast fyrir mislingasmit. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ekki hafi verið greind nein mislingatilfelli hér á landi á undanförnum dögum.Nú eru liðnar þrjár vikur frá síðasta hugsanlega smiti og telur sóttvarnalæknir að líklegast hafi tekist að stöðva faraldurinn að þessu sinni.„Fjórir einstaklingar hafa greinst með staðfesta mislinga og þrír aðrir með svokallað væga mislinga („modified measles“), en það eru bólusettir einstaklingar sem hafa komist í tæri við smitaðan einstakling. Þessir einstaklingar fá vanalega væg einkenni og smita ekki aðra. Einnig hafa nokkrir einstaklingar greinst með væg mislingalík einkenni í kjölfar bólusetninga en slík einkenni eru ekki alvarleg og þessir einstaklingar smita ekki aðra.“Fram kemur að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að stöðva útbreiðslu mislinga hér á landi hafi tekist afar vel og er þar fyrir að þakka viðbrögðum starfsmanna sem og almenningi.„Frá því að fyrsta tilfellið greindist hér á landi um miðjan febrúar hafa um það bil 6.749 einstaklingar verið bólusettir, 3.415 eru á aldrinum 0-17 ára, þar af 2.718 börn undir 18 mánaða aldri, og 2.572 á aldrinum 18-49 ára.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.