Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. mars 2019 19:41 Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir. Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. Ummælin og hegðun sem heyra megi á upptökum falli undir gildissvið siðareglna þingsins.Þetta kemur fram í álitinu sem birt var á vef Alþingis í kvöld en Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, sérstakir varaforsetar Alþingis vegna málsins, óskuðu eftir álitinu þar sem meðal annars var óskað álits á því hvort málið heyrði undir siðareglur Alþingis.Uppfært klukkan 23.15: Svo virðist sem að álitið hafi verið birt fyrir mistök á vef Alþingis og er það nú ekki lengur aðgengilegt á vef þingsins.Ekki lagt mat á það hvort siðareglur hafi verið brotnar Í niðurstöðu meirihluta siðanefndarinnar segir að alþingismenn gegni trúnaðarstöðu í íslensku samfélagi. Sem slíkir njóti þeir sérstakra réttina og beri skyldur um fram aðra, þar á meðal þær sem þingmenn hafi sett sér í siðareglum.„Meiri hluti siðanefndar lítur svo á að háttsemiskröfur siðareglnanna tengist stöðu þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Þær taki ekki aðeins til eiginlegra starfa þingmanna heldur geti þær gilt um aðra hegðun eða hátterni, innan sem utan Alþingis, sem leiða megi af hlutverki þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa,“ segir í álitinu. Þá segir einnig að siðareglur alþingismanna gildi um opinbera framgöngu alþingismanna. Lítur nefndin svo á að mat á því hvort að tiltekin háttsemi falli undir gildissvið siðareglnanna snúist um það hvort um framgöngu opinberra persóna á opinberum stað sé að ræða og hún varði almenning.Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson voru sjálfkjörin varaforsetar þingsins til þess að fara með Klaustursmálið.„Það er mat meiri hluta siðanefndar að allir framangreindir þættir eigi við um þá háttsemi sem forsætisnefnd vísar til í erindi sínu. Alþingismenn eru opinberar persónur, sú háttsemi sem um ræðir átti sér stað á opinberum vettvangi og tengist málum sem hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Þar sem hátternið varðar almenning verður ekki litið á þau atvik sem hér um ræðir sem einkasamtal,“ segir í álitinu.Það sé því mat nefndarinnar að háttsemi þingmanna sex falli undir gildissvið siðareglnanna. Tekið er þó fram að með áliti siðanefndar sé ekki veitt álit á því hvort um brot á siðareglum hafi verið um að ræða.Róbert H. Haraldsson skrifaði sérálit en að hans mati geti hátterni þingmannana fallið undir gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn, að gefnum vissum forsendum, þá séu einnig til staðar verulegar efasemdir um að hátternið falli undir gildissvið siðareglnanna.Einkasamtöl eigi ekki erindi til siðanefndar að mati þingmannanna sex Siðanefndin óskaði eftir umsögnum frá þingmönnum sex vegna málsins. Í umsögn Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar segir að málið snúist um snúist um hvort einkasamtal tveggja eða fleiri alþingismanna, sem ekki sé ætlað öðrum, geti við einhverjar aðstæður talist hluti af opinberri framgöngu þingmanna og snert skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.Höfnuðu þeir að einkasamtöl þingmanna geti falið í sér opinbera framgöngu þeirra sem þingmanna auk þess sem þeir höfnuðu því að hlerun, upptaka og miðlun einkasamtals breyti eðli þess úr því að vera einkamál í það að teljast opinber framganga þeirra sem samtalið áttu en sem kunnugt er komst upp um efni samræðna þingmanna þar sem Bára Halldórsdóttir tók upp samtalið og sendi á fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson sendu einnig inn umsögn þar sem segir að stjórnarskráin verndi rétt manna til að láta í ljós skoðanir sínar. Með því að tjá hugsanir í friðhelgi sé unnt að tjá reiði til að losa um hana, fíflast og tjá spaugilegar hliðar á erfiðum málum svo dæmi séu tekin.Þetta hafi stjórnmálamenn ekki síður þörf fyrir en aðrir og að sú friðhelgi sem jafnan ríki um einkasamtöl geri það að verkum að menn telji sig síður þurfa að gæta varfærni þar en annars staðar.„Tungumálið verði kryddaðra, galgopaháttur geri fremur vart við sig og hvers kyns aulahúmor og fíflagangur. Þótt þeir séu þingmenn eigi þeir rétt til að tjá hugsanir sínar með þeim hætti sem þeim sýnist í einkasamtölum,“ er haft upp úr umsögn þingmannanna fjögurra í áliti siðanefndar sem skipuð er áðurnefndum Róberti, Margréti Völu Kristjánsdóttur og Ástu Ragnheiði Jónsdóttur sem er formaður. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu. 4. febrúar 2019 18:27 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. Ummælin og hegðun sem heyra megi á upptökum falli undir gildissvið siðareglna þingsins.Þetta kemur fram í álitinu sem birt var á vef Alþingis í kvöld en Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson, sérstakir varaforsetar Alþingis vegna málsins, óskuðu eftir álitinu þar sem meðal annars var óskað álits á því hvort málið heyrði undir siðareglur Alþingis.Uppfært klukkan 23.15: Svo virðist sem að álitið hafi verið birt fyrir mistök á vef Alþingis og er það nú ekki lengur aðgengilegt á vef þingsins.Ekki lagt mat á það hvort siðareglur hafi verið brotnar Í niðurstöðu meirihluta siðanefndarinnar segir að alþingismenn gegni trúnaðarstöðu í íslensku samfélagi. Sem slíkir njóti þeir sérstakra réttina og beri skyldur um fram aðra, þar á meðal þær sem þingmenn hafi sett sér í siðareglum.„Meiri hluti siðanefndar lítur svo á að háttsemiskröfur siðareglnanna tengist stöðu þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Þær taki ekki aðeins til eiginlegra starfa þingmanna heldur geti þær gilt um aðra hegðun eða hátterni, innan sem utan Alþingis, sem leiða megi af hlutverki þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa,“ segir í álitinu. Þá segir einnig að siðareglur alþingismanna gildi um opinbera framgöngu alþingismanna. Lítur nefndin svo á að mat á því hvort að tiltekin háttsemi falli undir gildissvið siðareglnanna snúist um það hvort um framgöngu opinberra persóna á opinberum stað sé að ræða og hún varði almenning.Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson voru sjálfkjörin varaforsetar þingsins til þess að fara með Klaustursmálið.„Það er mat meiri hluta siðanefndar að allir framangreindir þættir eigi við um þá háttsemi sem forsætisnefnd vísar til í erindi sínu. Alþingismenn eru opinberar persónur, sú háttsemi sem um ræðir átti sér stað á opinberum vettvangi og tengist málum sem hafa verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni. Þar sem hátternið varðar almenning verður ekki litið á þau atvik sem hér um ræðir sem einkasamtal,“ segir í álitinu.Það sé því mat nefndarinnar að háttsemi þingmanna sex falli undir gildissvið siðareglnanna. Tekið er þó fram að með áliti siðanefndar sé ekki veitt álit á því hvort um brot á siðareglum hafi verið um að ræða.Róbert H. Haraldsson skrifaði sérálit en að hans mati geti hátterni þingmannana fallið undir gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn, að gefnum vissum forsendum, þá séu einnig til staðar verulegar efasemdir um að hátternið falli undir gildissvið siðareglnanna.Einkasamtöl eigi ekki erindi til siðanefndar að mati þingmannanna sex Siðanefndin óskaði eftir umsögnum frá þingmönnum sex vegna málsins. Í umsögn Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar segir að málið snúist um snúist um hvort einkasamtal tveggja eða fleiri alþingismanna, sem ekki sé ætlað öðrum, geti við einhverjar aðstæður talist hluti af opinberri framgöngu þingmanna og snert skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa.Höfnuðu þeir að einkasamtöl þingmanna geti falið í sér opinbera framgöngu þeirra sem þingmanna auk þess sem þeir höfnuðu því að hlerun, upptaka og miðlun einkasamtals breyti eðli þess úr því að vera einkamál í það að teljast opinber framganga þeirra sem samtalið áttu en sem kunnugt er komst upp um efni samræðna þingmanna þar sem Bára Halldórsdóttir tók upp samtalið og sendi á fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir, Bergþór Ólason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson sendu einnig inn umsögn þar sem segir að stjórnarskráin verndi rétt manna til að láta í ljós skoðanir sínar. Með því að tjá hugsanir í friðhelgi sé unnt að tjá reiði til að losa um hana, fíflast og tjá spaugilegar hliðar á erfiðum málum svo dæmi séu tekin.Þetta hafi stjórnmálamenn ekki síður þörf fyrir en aðrir og að sú friðhelgi sem jafnan ríki um einkasamtöl geri það að verkum að menn telji sig síður þurfa að gæta varfærni þar en annars staðar.„Tungumálið verði kryddaðra, galgopaháttur geri fremur vart við sig og hvers kyns aulahúmor og fíflagangur. Þótt þeir séu þingmenn eigi þeir rétt til að tjá hugsanir sínar með þeim hætti sem þeim sýnist í einkasamtölum,“ er haft upp úr umsögn þingmannanna fjögurra í áliti siðanefndar sem skipuð er áðurnefndum Róberti, Margréti Völu Kristjánsdóttur og Ástu Ragnheiði Jónsdóttur sem er formaður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14 Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu. 4. febrúar 2019 18:27 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Persónuvernd óskar eftir upptökum úr eftirlitsmyndavélum Klausturs Persónuvernd hefur óskað eftir því við Klaustur Bar að fá afhentar upptökur úr eftirlitsmyndavélum staðarins frá 20. nóvember síðastliðnum þegar sex þingmenn ræddu þar saman og Bára Halldórsdóttir tók samræðurnar upp. 6. febrúar 2019 15:14
Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu. 4. febrúar 2019 18:27
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25