Stórleikir fram undan hjá Söru Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir stendur í ströngu með Wolfsburg. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München. Fótbolti Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München.
Fótbolti Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Fleiri fréttir Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu