Stórleikir fram undan hjá Söru Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir stendur í ströngu með Wolfsburg. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München. Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München.
Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Sjá meira