Stórleikir fram undan hjá Söru Hjörvar Ólafsson skrifar 27. mars 2019 11:30 Sara Björk Gunnarsdóttir stendur í ströngu með Wolfsburg. Vísir/Getty Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München. Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, og samherjar hennar hjá Wolfsburg eiga fyrir höndum mikilvæga leiki fyrir framvindu keppnistímabilsins. Þýska liðið, sem varð lands- og bikarmeistari síðasta vor, mætir franska liðinu Lyon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Wolfsburg í kvöld. Þá leikur Wolfsburg við Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar um komandi helgi. Wolfsburg og Lyon mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en þar hafði Lyon betur eftir framlengdan leik. Franska liðið fer með 2-1 forystu inn í leikinn í kvöld. Eugénie Le Somme og Wendie Renard komu Lyon í 2-0 í upphafi leiks í fyrri leiknum en Nilla Fischer opnaði einvígið upp á gátt með marki í seinni hálfleik. „Fyrri leikurinn þróaðist þannig að þær voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og við tókum stjórnina í leiknum í þeim seinni. Við erum náttúrulega að mæta gríðarlega sterku liði og það var smá stress í okkur í upphafi leiksins. Við fórum hins vegar mjög vel yfir hlutina í hálfleik og lékum mun betur í þeim seinni,“ segir Sara Björk í samtali við Fréttablaðið. Lyon er sigursælasta lið keppninnar með fimm titla en liðið hefur þar að auki farið tvisvar sinnum í úrslitaleik keppninnar þar sem það hefur lotið í gras. Wolfsburg lagði Lyon að velli í úrslitaleik keppninnar vorið 2013 og tryggði sér þar af leiðandi fyrri titil sinn af tveimur en sá seinni kom eftir sigur gegn sænska liðinu Tyresö í úrslitaleiknum ári síðar. „Liðin þekkjast auðvitað mjög vel og hafa bæði á að skipa hágæða leikmönnum í öllum stöðum. Það verður því ekki nein taktísk snilld eða eitthvað óvænt sem kemur til með að ráða úrslitum í leiknum í dag. Við náðum sem betur fer mikilvægu útivallarmarki í fyrri leiknum og dugir því 1-0 sigur til þess að fara áfram. Það er klárlega kominn tími á að vinnum Lyon og sláum þær úr leik,“ segir Sara um komandi verkefni. Tapið gegn Lyon í fyrri leiknum var eitt af tveimur töpum Wolfsburg á yfirstandandi leiktíð en liðið laut í lægra haldi fyrir Bayern München í öðrum leik liðanna í þýsku deildinni. Þar fyrir utan eru 23 sigurleikir og þrjú jafntefli og Wolfsburg ætti því að fara með gott sjálfstraust inn í leikinn. Þá ættu leikmenn að vera úthvíldar í þessum leik þar sem liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum í síðasta leik sínum. Wolfsburg rótburstaði þar Borussia Mönchengladbach 8-0 í deildarleik liðanna en Sara Björk Gunnarsdóttir var einn lykilleikmanna liðsins sem voru hvíldar í þeim leik. Það er svo skammt stórra högga á milli hjá Wolfsburg en liðið mætir Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar á sunnudaginn kemur. „Við erum með stóran leikmannahóp og það kemur lítið niður á gæðum liðsins þó svo að við gerum margar breytingar á liðinu eins og við gerðum í leiknum um helgina. Við erum ferskar og það eru allir leikmenn liðsins heilir og klárir í slaginn í kvöld. Undirbúningurinn hefur gengið vel og við erum mjög einbeittar í því verkefni að fara áfram. Við höfum leikgreint Lyon vel og gætum ekki verið betur undirbúnar,“ segir miðvallarleikmaðurinn öflugi. Eftir leikinn í dag og bikarleikinn á sunnudaginn eru fimm umferðir eftir af þýsku efstu deildinni en þar berjast Wolfsburg og Bayern München um þýska meistaratitilinn. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Wolfsburg situr í toppsætinu þar sem liðið hefur 15 mörkum betri markatölu en Bayern München.
Fótbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira