Innlent

Eldur í kísilverksmiðju PCC á Bakka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kísilverksmiðja PCC á Bakka.
Kísilverksmiðja PCC á Bakka. Fréttablaðið/Anton Brink
Eldur kom upp í kísilverksmiðju PCC á Bakka á sjöunda tímanum í morgun. Búið er að slökkva eldinn en að sögn Henning Þórs Aðalmundssonar, aðstoðarslökkviliðsstóra slökkviliðs Norðurþings, kom eldurinn upp í mötunarsílói.

„Það stíflaðist hjá þeim mötunarsíló og það kom eldur upp inn í því. Það náðist að hefta alla útbreiðslu og það gekk bara greiðlega að slökkva,“ segir Henning.

„Þetta er mikill hiti frá ofninum. Það stíflast mötunarrörið og það kviknar í timburkurli sem þau nota í ofnana. Starfsmennirnir hér á Bakka voru búnir að slökkva í mestu þegar við mætum á staðinn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×