Rotaðist í leik 2017 og getur ekki spilað í sumar: „Skrifa það með tárin í augunum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 10:00 Björk fagnar 1. deildar titlinum með HK/Víkingi 2017. mynd/HK Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira
Björk Björnsdóttir, markvörður HK/Víkings í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, getur ekki spilað með liði sínu í sumar vegna höfuðhöggs sem að hún fékk í 1. deildinni árið 2017. Björk, sem fór á kostum með HK/Víkingi síðasta sumar er liðið hélt sæti sínu í efstu deild í fyrsta skipti í sögunni, var besti markvörður 1. deildarinnar 2017 þegar að HK/Víkings-liðið vann hana og tryggði sér sæti í efstu deild. Það sama sumar rotaðist hún í leik en í tilfinningaþrunginni færslu á Facebook-síðu sinni segist hún ekki muna eftir högginu enn þann dag í dag. Björk var frá um nokkurn tíma en kláraði sumarið og lyfti 1. deildar bikarnum með HK/Víkingi.Björk Björnsdóttir getur ekki spilað fótbolta í sumar.mynd/HK/VíkingurHarkar ekki af sér! „Algjörlega ómeðvituð um alvarlegar afleiðingar höggsins hélt ég af stað inn í nýtt undirbúningstímabil. Þegar á leið og álagið jókst fór að bera á einkennum sem ég tengdi ekki við höggið í fyrstu,“ segir Björk. „Þetta voru meðal annars andlegir erfiðleikar en til að gera langa sögu stutta þá var ég bara orðin virkilega ólík sjálfri mér. Ég spilaði tímabilið 2018 en vissi þó innst inni að eitthvað væri að. Ég harkaði af mér,“ segir Björk og bætir við: „Ekki harka af þér.“ Ekki harka af þér er heiti á átaki Knattspyrnusambands Íslands þar sem reynt er að vekja athygli á alvarleikum höfuðhögga og leikmenn beðnir um að leita sér aðstoðar frekar en að harka bara af sér með alvarlegri afleiðingum.Don't tough it out when facing a head injury!#concussion#headinjurypic.twitter.com/8dyujtPBMl — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 11, 2019 „Smám saman og í takt við aukna umfjöllun um afleiðingar höfuðhögga byrjaði að renna upp fyrir mér hvað væri að hrjá mig. Þekking mín og þeirra í kringum mig jókst enn meira og það leiddi til þess að ég hitti sérfræðing núna í febrúar. Ég má ekki spila í sumar vegna afleiðinga þessa höfuðhöggs og ég skrifa það hér með tárin í augunum,“ segir Björk. „Ég er virkilega þakklát og stolt af tímabilinu sem ég átti í sumar en ég er hætt að harka af mér. Við tekur hvíld og endurhæfing en fótboltinn verður ekki langt undan. Ég stefni á endurkomu og hlakka til að taka upp hanskana en er þó einnig spennt fyrir endurhæfingunni og horfi björtum augum til batans sem kemur á endanum með þolinmæði og dug,“ segir Björk Björnsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjá meira