Van Gaal um Solskjær: Hann leggur rútunni eins Mourinho en vinnur leiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. mars 2019 09:30 Louis van Gaal kvaddi sem bikarmeistari. vísir/getty Louis van Gaal, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, lætur vaða í allar áttir í áhugaverðu og skemmtilegu viðtali við breska ríkisútvarpið þar sem hann er mikið spurður út í daga sína hjá Manchester United og viðskilnaðinn við félagið. Hann fer í viðtalinu yfir leikmannakaupin sín sem þóttu ekki merkileg en Hollendingurinn skýtur svo fast á Ole Gunnar Solskjær sem kom með gleðina aftur á Old Trafford og fór að vinna leiki eftir þunglyndið í kringum José Mourinho. Van Gaal getur ekki verið ósammála því að Solskjær sé búinn að bæta andrúmsloftið á Old Trafford en hann gefur lítið fyrir þær hugmyndir um að Norðmaðurinn sé að láta United spila fallegan fótbolta eins og liðið spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson. „Fólk heldur að falsfréttir séu eitthvað sem fylgdi Donald Trump. Við höfum verið með falsfréttir í fótboltanum í 50 ár,“ segir Van Gaal sem var rekinn eftir að verða bikarmeistari með United og við tók José Mourinho. „Þjálfarinn sem kom á eftir mér [Mourinho] breytti leikaðferð liðsins þannig að hann fór að leggja rútunni og spila skyndisóknarfótbolta. Nú er kominn nýr þjálfari sem að leggur rútunni og spilar skyndisóknarfótbolta. Eini munurinn á Mourinho og Solskjær er að Solskjær vinnur leiki.“ „Ég er ekki á staðnum en það virðist vera að Solskjær sé búinn að bæta andrúmsloftið og það er satt að Solskjær er búinn að breyta hlutverki Pauls Pogba þannig að hann er mikilvægari fyrir liðið,“ segir Van Gaal. Hollendingurinn telur sinn fótbolta hafa verið mun fallegri en undir hans stjórn hélt liðið boltanum lengi þó það hafi oft verið gagnrýnt fyrir að láta svo aldrei til skarar skríða. „Manchester United er ekki að spila Ferguson-bolta. Þetta er varnarsinnaður fótbolti sem byggist á skyndisóknum. Ef ykkur líkar þessi fótbolti þá er það bara þannig. Ef ykkur finnst þetta meira spennandi en minn leiðinlegi sóknarfótbolti þá verður bara að hafa það en ég er ósammála,“ segir Louis van Gaal. Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Louis van Gaal, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, lætur vaða í allar áttir í áhugaverðu og skemmtilegu viðtali við breska ríkisútvarpið þar sem hann er mikið spurður út í daga sína hjá Manchester United og viðskilnaðinn við félagið. Hann fer í viðtalinu yfir leikmannakaupin sín sem þóttu ekki merkileg en Hollendingurinn skýtur svo fast á Ole Gunnar Solskjær sem kom með gleðina aftur á Old Trafford og fór að vinna leiki eftir þunglyndið í kringum José Mourinho. Van Gaal getur ekki verið ósammála því að Solskjær sé búinn að bæta andrúmsloftið á Old Trafford en hann gefur lítið fyrir þær hugmyndir um að Norðmaðurinn sé að láta United spila fallegan fótbolta eins og liðið spilaði undir stjórn Sir Alex Ferguson. „Fólk heldur að falsfréttir séu eitthvað sem fylgdi Donald Trump. Við höfum verið með falsfréttir í fótboltanum í 50 ár,“ segir Van Gaal sem var rekinn eftir að verða bikarmeistari með United og við tók José Mourinho. „Þjálfarinn sem kom á eftir mér [Mourinho] breytti leikaðferð liðsins þannig að hann fór að leggja rútunni og spila skyndisóknarfótbolta. Nú er kominn nýr þjálfari sem að leggur rútunni og spilar skyndisóknarfótbolta. Eini munurinn á Mourinho og Solskjær er að Solskjær vinnur leiki.“ „Ég er ekki á staðnum en það virðist vera að Solskjær sé búinn að bæta andrúmsloftið og það er satt að Solskjær er búinn að breyta hlutverki Pauls Pogba þannig að hann er mikilvægari fyrir liðið,“ segir Van Gaal. Hollendingurinn telur sinn fótbolta hafa verið mun fallegri en undir hans stjórn hélt liðið boltanum lengi þó það hafi oft verið gagnrýnt fyrir að láta svo aldrei til skarar skríða. „Manchester United er ekki að spila Ferguson-bolta. Þetta er varnarsinnaður fótbolti sem byggist á skyndisóknum. Ef ykkur líkar þessi fótbolti þá er það bara þannig. Ef ykkur finnst þetta meira spennandi en minn leiðinlegi sóknarfótbolti þá verður bara að hafa það en ég er ósammála,“ segir Louis van Gaal.
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira