Innlent

Rússneskum sprengjuvélum flogið að Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni reyndust þarna vera á ferðinni tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev TU-142.
Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni reyndust þarna vera á ferðinni tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev TU-142. Vísir/Getty

Tveimur óþekktum flugvélum var flogið inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér í land í gærkvöldi. Flugmenn flugvélanna höfðu hvorki tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né með kveikt á ratsjárvörum. Því var tveimur orrustuþotum ítalska flughersins, sem eru hér á landi, flogið til móts við þær í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins.

Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni reyndust þarna vera á ferðinni tvær rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev TU-142.

Flugvélunum var ekki flogið inn í lofthelgi Íslands en þeim var flogið inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins. Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem það gerist.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland stendur nú yfir en flugsveit ítalska flughersins kom nýverið hingað til lands. Verkefnið heyrir undir svæðisstjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center) en Landhelgisgæsla Íslands ber ábyrgð á framkvæmdinni hérlendis, í samvinnu við Isavia. Ítalska flugsveitin er með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur.

Fréttin hefur verið uppfærð. Upprunalega gleymdist að taka fram hvenær flugvélunum var inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.