Farþegar í Leifsstöð afar ósáttir Jakob Bjarnar og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 28. mars 2019 14:01 Kimberly ásamt öðrum ferðamanni sem er í svipuðum sporum. Kimberly er afar ósátt við að henni hafi ekki á neinu stigi máls verið haldið upplýstri um stöðuna. visir/JóiK Kimberly D. Worthy frá Atlanta í Bandaríkjunum var afar ósátt við stöðu mála vegna falls Wow air þegar fréttastofa tók hana tali úti á Leifsstöð nú fyrr í dag. Einkum er hún ósátt við að vera ekki haldið upplýstri, ekki á neinu stigi málsins. Hún er nú einskonar strandaglópur á Íslandi, átti pantað flug til síns heima með Wow air en sú flugferð verður aldrei farin. „Ég reyndi að bóka mig inn á netinu í gær en þá var mér ítrekað bent á að ég þyrfti að mæta á flugvöllinn til að sýna vegabréfið mitt,“ segir Kimberly þegar hún var spurð um það hvernig hún hafi komist að því að svona væri komið. „Ég hélt að þetta væru einhverjar sérstakar öryggisráðstafanir og mætti því út á völl. Ég kom hingað, gaf mig fram við móttökuborðið og þar spurði konan í afgreiðslunni hvort Wow hafi ekki sent mér tölvupóst?“Ódýrasta flugið 365 þúsund krónur Kimberly segist hafa spurt; af hverju? En, konan í afgreiðslunni svaraði engu. „Mér fannst það fremur dónalegt. En, fór á netið og þá sá ég í fréttum að Wow væri gjaldþrota eða ætti í einhverjum fjárhagsörðuleikum. Svo ég reyndi að hringja í Wow. Ég reyndi að hringja þangað ítrekað. Ekkert svar. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna mína sem bókaði flugið hjá Wow. Þau svöruðu ekki. Til allrar hamingju er ég með ferðatryggingu. Ég er nú í sambandi við tryggingarfélagið til að sjá hvort það sé hægt að bóka mig í annað flug.“Þetta rústar öllum mínum fyrirætlunum og áformum Kimerly. „Ég þarf að vinna og hef ýmsu að sinna. Á morgun ætlaði ég að vera mætt til að taka þátt í tilteknu verkefni. Það er fyrir bý. Ódýrasta flugið sem ég get fundið núna kostar 3 þúsund dollara. (Sem nemur um 365 þúsund krónum.) Til að komast aftur til borgarinnar hvaðan ég kom.“Ósátt við að vera ekki upplýstLiggja fyrir einhverjar upplýsingar um hvernig þú getur brugðist við í stöðu sem þessari?„Nei, engar. Mér finnst það mjög ófagmannlegt. Varla hefur Wow fallið öllum að óvörum, bara í nótt? Þannig að það hefði verið hægt að vara fólk við. Að þetta gæti verið möguleiki í stöðunni. Þegar ég kom fyrir nokkrum dögum. Það eina sem ég bið um er að vera haldið upplýstri.“ Kimberley vonast til þess að fá flug frá Íslandi í dag eða á morgun. Og að hún fái einhvern hluta þess kostnaðar sem hún hefur þurft að leggja út fyrir vegna þessara tafa og þess að koma sér aftur til Bandaríkjanna frá tryggingafélagi sínu.Fréttastofa ræddi við fleiri farþega í Leifsstöð og má sjá þau viðtöl hér neðar. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Kimberly D. Worthy frá Atlanta í Bandaríkjunum var afar ósátt við stöðu mála vegna falls Wow air þegar fréttastofa tók hana tali úti á Leifsstöð nú fyrr í dag. Einkum er hún ósátt við að vera ekki haldið upplýstri, ekki á neinu stigi málsins. Hún er nú einskonar strandaglópur á Íslandi, átti pantað flug til síns heima með Wow air en sú flugferð verður aldrei farin. „Ég reyndi að bóka mig inn á netinu í gær en þá var mér ítrekað bent á að ég þyrfti að mæta á flugvöllinn til að sýna vegabréfið mitt,“ segir Kimberly þegar hún var spurð um það hvernig hún hafi komist að því að svona væri komið. „Ég hélt að þetta væru einhverjar sérstakar öryggisráðstafanir og mætti því út á völl. Ég kom hingað, gaf mig fram við móttökuborðið og þar spurði konan í afgreiðslunni hvort Wow hafi ekki sent mér tölvupóst?“Ódýrasta flugið 365 þúsund krónur Kimberly segist hafa spurt; af hverju? En, konan í afgreiðslunni svaraði engu. „Mér fannst það fremur dónalegt. En, fór á netið og þá sá ég í fréttum að Wow væri gjaldþrota eða ætti í einhverjum fjárhagsörðuleikum. Svo ég reyndi að hringja í Wow. Ég reyndi að hringja þangað ítrekað. Ekkert svar. Ég hringdi í ferðaskrifstofuna mína sem bókaði flugið hjá Wow. Þau svöruðu ekki. Til allrar hamingju er ég með ferðatryggingu. Ég er nú í sambandi við tryggingarfélagið til að sjá hvort það sé hægt að bóka mig í annað flug.“Þetta rústar öllum mínum fyrirætlunum og áformum Kimerly. „Ég þarf að vinna og hef ýmsu að sinna. Á morgun ætlaði ég að vera mætt til að taka þátt í tilteknu verkefni. Það er fyrir bý. Ódýrasta flugið sem ég get fundið núna kostar 3 þúsund dollara. (Sem nemur um 365 þúsund krónum.) Til að komast aftur til borgarinnar hvaðan ég kom.“Ósátt við að vera ekki upplýstLiggja fyrir einhverjar upplýsingar um hvernig þú getur brugðist við í stöðu sem þessari?„Nei, engar. Mér finnst það mjög ófagmannlegt. Varla hefur Wow fallið öllum að óvörum, bara í nótt? Þannig að það hefði verið hægt að vara fólk við. Að þetta gæti verið möguleiki í stöðunni. Þegar ég kom fyrir nokkrum dögum. Það eina sem ég bið um er að vera haldið upplýstri.“ Kimberley vonast til þess að fá flug frá Íslandi í dag eða á morgun. Og að hún fái einhvern hluta þess kostnaðar sem hún hefur þurft að leggja út fyrir vegna þessara tafa og þess að koma sér aftur til Bandaríkjanna frá tryggingafélagi sínu.Fréttastofa ræddi við fleiri farþega í Leifsstöð og má sjá þau viðtöl hér neðar.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09 Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08 Ráðherrar funda vegna WOW air Fundað er í stjórnarráðinu vegna tíðinda dagsins. 28. mars 2019 09:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
WOW air stöðvar allt flug Allt flug WOW air til og frá landinu í dag hefur verið stöðvað. 28. mars 2019 06:09
Viðbragðsáætlun stjórnvalda hefur verið virkjuð Þetta staðfesti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, í samtali við fréttastofu áður en ráðherrafundur hófst í Stjórnarráðshúsinu í morgun. 28. mars 2019 10:08