Innlent

Hægari vindur en éljagangur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Spáð er snjókoma eða éljum á landinu norðanverðu.
Spáð er snjókoma eða éljum á landinu norðanverðu. vísir/hanna
Veðurstofan áætlar að það verði ákveðin vestanátt í dag með éljagangi, en að það gæti orðið léttskýjað á Austurlandi. Það muni þó draga úr vindi eftir því sem líður á daginn og snúast í norðanátt, með snjókomu eða éljum norðanlands. Gert er ráð fyrir að það verði úrkomulítið syðra og að frostið verði víða á bilinu 0 til 5 stig.

Það verður því hægari vindur í fyrramálið og bjart með köflum að sögn veðurfræðings, þó að áfram verði kalt í veðri. Búist er við stöku éljum á Suðvestur- og Vesturlandi síðdegis á laugardag en að það muni bæta í úrkomu annað kvöld.

Útlit er síðan fyrir suðvestan strekking með slyddu eða rigningu á sunnudag. Það muni breytast í snjókomu eða él eftir því sem líður á daginn, fyrst vestanlands. Á Norðaustur- og Austurlandi verður líklega alveg þurrt.

Veðurstofan áætlar svo að um miðja næstu viku muni hlýna talsvert.

Veðurhorfur á landinu næstu daga



Á laugardag:

Hæg vestlæg átt, víða léttskýjað og kalt í veðri. Sunnan 5-10 og stöku él V-til síðdegis, en bætir í úrkomu um kvöldið.

Á sunnudag:

Suðvestan 8-13 með slyddu eða rigningu og snjókomu eða éljum seinni partinn, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 0 til 4 stig, en frystir um kvöldið.

Á mánudag:

Hæg breytileg átt og stöku él. Frost 0 til 5 stig, en hiti kringum frostmark S-lands. Vaxandi norðanátt með snjókomu eða éljum seinni partinn, en þurrt sunnan heiða.

Á þriðjudag:

Minnkandi norðanátt og léttir til, hæg breytileg átt síðdegis. Frost 0 til 8 stig, mildast syðst.

Á miðvikudag:

Vaxandi sunnanátt með slyddu og síðar rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnar talsvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×