Innlent

Óskar skipaður forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Andri Eysteinsson skrifar
Óskar Reykdalsson hefur verið skipaður forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Óskar Reykdalsson hefur verið skipaður forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur skipað Óskar Reykdalsson, sérfræðing í heimilislækningum, sem forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til fimm ára. Frá skipaninni er greint í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar.

Óskar er sérfræðingur í heimilislækningum og hefur lokið meistaragráðu í stjórnun heilbrigðisþjónustu. Í tilkynningunni segir að Óskar búi yfir mikilli þekkingu á sviði lýðheilsu og hafi langa reynslu af stjórnunarstörfum á sviði heilbrigðisþjónustu. Óskar var áður framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni.

Óskar var einn þriggja umsækjenda í stöðuna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×