Bresk stjórnvöld svipta fleiri konur ríkisborgararétti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. mars 2019 12:30 Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins. Bresk stjórnvöld halda áfram að svipta konur ríkisborgararétti sínum, en tvær konur sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi voru sviptar réttinum af þjóðaröryggisástæðum. Systurnar Zara og Reema Iqbal eru á þrítugsaldri en samkvæmt heimildum BBC og fréttamiðlinum Sunday Times gengu þær til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2013. Gengu þær til liðs við samtökin þar sem eiginmenn þeirra voru vígamenn ISIS. Bresk stjórnvöld hafa nú svipt þær ríkisborgararétti vegna tengsla þeirra við hryðjuverkasamtökin, og er það gert af þjóðaröryggisástæðum. Þær dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi með börn sín sem eru fimm talsins og öll undir átta ára aldri. Fyrir stuttu síðan var hin nítján ára Shamima Begum svipt breskum ríkisborgararétti, en hún gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul. Á föstudag var greint frá því að þriggja vikna gamall sonur hennar hefði látist en hún hefur einnig misst tvö önnur börn sín. Lögmaður Begum sagðist á sínum tíma vonsvikin yfir ákvörðuninni og kallaði Begum eftir því að breska þjóðin sýni samúð en hún vill snúa aftur til landsins til þess að geta búið í friði með barni sínu. Málið hefur hlotið allmikla gagnrýni en fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglujón í Bretlandi, Dal Babu, segir í samtali við BBC að breska þjóðin hafi brugðist öryggi saklausra barnanna með ákvörðuninni. Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins.Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum.Vísir/Getty Bretland Sýrland Tengdar fréttir Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43 Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Bresk stjórnvöld halda áfram að svipta konur ríkisborgararétti sínum, en tvær konur sem dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi voru sviptar réttinum af þjóðaröryggisástæðum. Systurnar Zara og Reema Iqbal eru á þrítugsaldri en samkvæmt heimildum BBC og fréttamiðlinum Sunday Times gengu þær til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið árið 2013. Gengu þær til liðs við samtökin þar sem eiginmenn þeirra voru vígamenn ISIS. Bresk stjórnvöld hafa nú svipt þær ríkisborgararétti vegna tengsla þeirra við hryðjuverkasamtökin, og er það gert af þjóðaröryggisástæðum. Þær dvelja nú í flóttamannabúðum í Sýrlandi með börn sín sem eru fimm talsins og öll undir átta ára aldri. Fyrir stuttu síðan var hin nítján ára Shamima Begum svipt breskum ríkisborgararétti, en hún gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul. Á föstudag var greint frá því að þriggja vikna gamall sonur hennar hefði látist en hún hefur einnig misst tvö önnur börn sín. Lögmaður Begum sagðist á sínum tíma vonsvikin yfir ákvörðuninni og kallaði Begum eftir því að breska þjóðin sýni samúð en hún vill snúa aftur til landsins til þess að geta búið í friði með barni sínu. Málið hefur hlotið allmikla gagnrýni en fyrrverandi aðstoðaryfirlögreglujón í Bretlandi, Dal Babu, segir í samtali við BBC að breska þjóðin hafi brugðist öryggi saklausra barnanna með ákvörðuninni. Fjöldi þeirra sem sviptir hafa verið breskum ríkisborgararétti fer hækkandi, en árið 2017 voru 104 sviptir breska réttinum en fyrir áratugi voru þeir einungis 40 talsins.Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum.Vísir/Getty
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43 Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þriggja vikna gamall sonur Shamimu Begum látinn Þriggja vikna gamall sonur breska táningsins Shamimu Begum, sem flaug til Sýrlands árið 2015 til þess að ganga til liðs við ISIS, er látinn. 8. mars 2019 22:43
Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum var fimmtán ára gömul þegar hún gekk til liðs við ISIS fyrir fjórum árum. 19. febrúar 2019 19:20