Fótbolti

Sjáðu glæsilegt fyrsta mark Sveins á Ítalíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveinn fagnar marki í búningi Blika.
Sveinn fagnar marki í búningi Blika. vísir/getty
Sveinn Aron Guðjohnsen er byrjaður að skora á Ítalíu en hann opnaði markareikninginn sinn fyrir Ravenna fyrr í dag.

Sveinn Aron er á láni hjá C-deildarliðinu Ravenna frá Spezia en hann hafði fengið fá tækifæri hjá B-deildarliðinu Spezia. Því var ákveðið að lána hann deild neðar.

Hann hefur verið að komast inn í hlutina á nýjum stað hjá nýju félagi og í dag skoraði hann fallegt mark er Ravenna vann 3-0 sigur.

Markið hans Sveins má sjá hér að neðan.



 
 
 
View this post on Instagram
Loksins kom fyrsta markið á Ítalíu

A post shared by Sveinn Aron Gudjohnsen (@sveinngudjohnsen) on Mar 10, 2019 at 12:55pm PDT


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×