Fótbolti

Sveinn opnaði markareikninginn í C-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sveinn Aron fagnar marki í leik með Blikum.
Sveinn Aron fagnar marki í leik með Blikum. vísir/eyþór
Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði þriðja og síðasta mark Ravenna sem hafði betur gegn Alma Juventus Fano í ítölsku C-deildinni í knattspyrnu í dag.

Sveinn Aron kom in á sem varamðaur á 66. mínútu fyrir Ravenna en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 45 stig.

Þeir eru á leið í umspil um laust sæti í B-deildinni eins og staðan er núna.

Kári Árnason var ekki í leikmannahópi Genclerbirligi sem vann 1-0 sigur á Altay Izmir í tyrknesku B-deildinni.

Genclerbirligi er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×